22.1.2019 | 13:51
Helsta undirrót heimsstyrjaldanna er sprellifandi.
Heimsstyjöldin, sem braust út í Asíu 1937 eða í Evrópu 1939 eftir því frá hvaða sjónarhóli menn líta það, snerist um nýlendustefnu í víðri merkingu þess orðs.
Nýledustefna átti einnig drjúgan þátt í Fyrri heimsstyrjöldinni sem var eins konar fyrri hálfleikur.
Japanir þráðu að komast í klúbb vestrænu nýlenduveldanna, sem áttu nýlendur, bæði beinar (Bretar, Frakkar og Hollendingar) og óbeinar (Bandaríkjamenn), og réðust því á Kínverja 1937.
Þjóðverjar öfunduðu Breta og Frakka af nýlendum þeirra og vildu endurheimta þýsku nýlendurnar í Afríku auk þess sem Hitler stefndi að yfirráðum yfir Evrópu, þar sem slavnseku þjóðirnar yrðu undirokaðar og skilgreindar sem óæðri kynþáttur.
Þótt nýlendustefnan liði að nafninu til undir lok á árunum 1945-1960 hefur hún í raun haldið velli síðan.
Bandaríkjamenn tóku við af Frökkum í Víetnam og Rússar undirokuðu Austur-Evrópuþjóðirnar.
Í þriðja heiminum sjá stórfyrirtæki um áframhaldandi arðrán.
Eitt stórfelldasta arðránið felst í tollamúrum og stórfelldum stuðningi vestrænna ríkja við innlendan landbúnað sem skekkir svo mjög samkeppisaðstöðu ríkja utan Evrópu og Norður-Ameríku í verslun á búvörum, að jafngildir því að ræna þróunarlöndin lífsbjörginni.
Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.