Upphaf Seðlabankamálsins: "Peningarnir urðu til hérna í bankanum."

Upphaf listaverkamáls Seðlabanka Íslands má rekja hálfa öld aftur í tímann þegar Jóhannes Nordal, fyrsti  Seðlabankastjórinn, var af sumum stundum talinn valdamesti maður landsins.

Þegar verðbólga var sem mest gátu gengisfellingar orðið allt að tvær á ári, og þær fóru þannig fram, að Jóhannnes kallaði til blaðamannafundar og tilkynnti:

"Seðlabanki Íslands hefur, að höfðu samráði við ríkisstjórn Íslands, ákveðið að fella gengi íslensku krónunnar um xx prósent."

Og þar með var það ákveðið.

Enginn viðlíka yfirburðamaður hefur setið á valdastóli Seðlabankns í sögu hans að dómi síðuhafa.

"Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann" mörg sumur á landinu bláa. 

Fleiri sýndu snilli á þessum árum. Sifelldar gengifellingar voru afar óvinsælar, og greip einn fjármálaráðherra þessara ára til þess snjallræðis að kalla þær "gengissig í einu stökki."

Róaðist þjóðin við það.

Enn snjallari var Seðlabankastjórinn þó.

Þegar upp komst að hann hafði látið Seðlabanka Íslands starfrækja eins konar neðanjarðarhagkerfi í fjárveitingum til menntamála framhjá stjórnarskrárvörðu fjárveitingavaldi Alþingis með því að láta Seðlabankann kaupa listaverk fyrir tugi- ef ekki hundruð milljónir króna á núvirði og liggja síðan á þessu einstæða listaverkasafni eins og ormur á gulli að forspurðum fulltrúum Alþingis, hins raunverulega eiganda verðmætanna og peninganna, feykti Seðlabankastjórinn þessari hörðu gagnrýni út í hafsauga með einni snilldar setningu:

"Peningarnir urðu til hérna í bankanum."  

Við framsetningu þessarar íðilsnjöllu hagfræði féllust ráðþrota gagnrýnendum hendur og hefur ekki verið minnst á þetta síðan, - úrskurðurinn stendur enn.

Myndast hefur hálfrar aldar hefð fyrir því að innan veggja Seðlabankans ríki, auk sértæks fjárveitingavalds og hagkerfis,  sérstakt vald yfir mati á listaverkum, sem urðu til í bankanum, nokkurs konar allsherjar leiðarstef á landi hér í almennu listaverkamati til útskúfunar eða velþóknunar í boði bankans.

Margt kemur til greina, svo sem að sveipa búrkum til öryggis um varasamar styttur og málverk.  

 


mbl.is Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Þá voru Íslendingar menn. Það fóru 10 í Gretti og höfðu hann ekki!"

Nú er búið að læsa Gunnlaug Blöndal niðri svo hann trufli ekki hormónastarfsemina hjá konunum sem vinna á Seðló.

Halldór Jónsson, 22.1.2019 kl. 05:00

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Nasistahugsunargangur. Er ríkjandi í dag hjá stjórnmálaöflum sem fara með ráðin. Frekjuhundar lífsins.Íslenskir Hitlerar í massavís.

Ragna Birgisdóttir, 22.1.2019 kl. 12:54

3 identicon

Eitt sinn þurfti ég að ná tali af manni í efri lögum Landsbankans. Hann var á fjórðu hæð, held ég. Ég fór óvart bakdyramegin inn og gekk upp stigana Hafnarstrætismegin. Þar blasti við mér slík myndlist á öllum veggjum að mér reyndist seinfarin leiðin. Þetta minnti mig á göngu í gegnum Hermitace safnið í Pétursborg nokkru áður.

Þetta virtust vera listaverkin sem gleymdust í einkavæðingunni, og fylgdu bankanum sem aukabónus.

Væri gaman að vita hver á þetta, og hvenær eigendur fá að kíkja.

Það er frábært að lesa bloggið hans ómars um listaverka"eign" Seðlabankans.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband