Oft alveg ótrúleg þvermóðska erlendra "ævintýramanna".

Síðuhafi hefur margoft orðið vitni af aldeilis ótrúlegri þvermóðsku erlendra "ævintýramanna", sumra dáðra og frægra í löndum sínum, sem neita algerlega að viðurkenna staðreyndir um íslenskar aðstæður að vetrarlagi. 

Gott dæmi er hegðun eins þekktasta sjónvarpsmanns Evrópuþjóðar nokkurrar sem sérhæfði sig í gerð nokkurs konar ævintýra ferðaþátta víða um álfur.

Hann lagði fram í netpósti glæsilega og rándýra ferðaáætlun fyrir ferð umhverfis Ísland og um hálendið á tímabilinu frá áramótum rúma viku fram í janúar. 

Áætlunin barst í október í netpósti og við tóku samfelld netslagsmál við manninn vikum saman við að reyna að koma honum í skilning um jafn einföld og augljós atriði eins og svonefndan sólargang við heimskautsbaug, ef sólargang skyldi kalla, á þessum tíma árs. 

Hann gat með engu móti skilið, að sólarbirtan fælist í daufri sólarupphrás rétt fyrir hádegi, sem tórði veikburða í halfrökkri tvær klukkustundir sem sólarlag. 

Meðaltöl um veðurlag á þessum langversta tíma ársins fóru inn um annað eyrað og út um hitt hjá honum. 

Smám saman tókst að þoka honum aðeins lengra fram á árið, en þó ekki nema um mánuð, sem var auðvitað alveg vonlaus tími líka. 

Til þess að þóknast þessum fræga afreksmanni varð ég að taka tilboði, sem ekki var hægt að hafna, um að fara með honum hluta þessara ferðalaga fljúgandi og á jöklabíl. 

Skemmst er frá að segja að þessi lika svaka ferðaáætlun fór að mestu í vaskinnn, og ferðalögin miklu með manninum urðu að kortérs spjalli fyrir utan heimili mitt.

Það sem bjargaði því litla, sem honum tókst að framkvæma, var að hann kom fljúgandi beint til Akureyrar frá Evrópu og náði þar nyrðra örfáum brúklegum dögum.  

 


mbl.is Á leið til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband