Málið verður verra. Þarf að batna.

Það er hart að það þurfti frumkvæði Kínverja, Breta og loks Evrópu til þess að knýja Boeing og bandarísk flugmálayfirvöld til þess að gera það sem blasti við strax eftir slysið í Eþíópíu, að líkindi til þess að flugvélar af nýrri gerð sem voru innan við 0;05 prósent af flugflota heimsins hröpuðu á svipaðan hátt með stuttu millibili. 

Líkindi til þess að ekkert samband væri þarna á milli voru nánast engin. 

Það er líka hart að aðeins þeir aðilar, sem mestu fjárhagslegu hagsmunina höfðu af því að tregðast við, gerðu það. 

Aðeins tvö ár eru síðan fyrsta árið í flugsögunni var með ekkert stórt banaslys. 

Það tókst aðeins vegna lærdóma, sem menn drógu af áföllum og brugðust við af einbeitni og djörfung. 

Nú verður það vonandi gert að nýju. 


mbl.is Spjót beinast að flugkerfi 737 MAX-8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í fréttinni segir að eft­ir Lion Air slysið sætti Boeing gagn­rýni fyr­ir að hafa látið milli hlut­ar liggja að vara flug­menn við virkni MCAS-ör­ygg­is­búnaðar­ins og fyr­ir að hafa ekki kallað eft­ir þjálf­un í notk­un hans.

Þetta stangast á við það sem talsmaður Flugleiða sagði eftir seinna slysið. Hann sagði að okkar flugmenn hefðu fengið sérstaka þjálfun í að bregðast við þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2019 kl. 15:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég flaug í síðustu ferð Boeing Max að sinni til Brussel en ræddi áður við flugstjóra, vin minn hjá Icelandair. 

Hann fullyrti að flugstjórar Icelandair hefðu verið látnir vita náið um verkferla til að fást við MCAS kerfið á 737 Max. 

Hann sagði hins vegar ekki hvort Boeing hefði átt þátt í þessu verklagi, og svo virðist af fréttum sem þetta hafi verið misjafnt hjá einstökum flugfélögum. 

Ómar Ragnarsson, 21.3.2019 kl. 23:30

3 identicon

Þótt ég sé ekki sérfræðingur í þjálfun flugmanna, þá má benda á að flugmenn Icelandair eru líklega fæstir með þjálfun á eldri gerðir Boeing 737.  Hluti "hagkvæmni" Boeing 737 MAX er einmitt að ekki þurfti að þjálfa sérstaklega þá flugmenn sem flogið höfðu eldri gerðum 737 - sem virðist hafa leitt til þess að sumir þessara flugmanna hafa sennilega ekki vitað af þessu nýja kerfi eða hvernig bregðast skuli við virkni þess.

Það er svo annað mál og mjög alvarlegt hvernig Boeing virðist hafa tekið yfir hluta opinberrar öryggisúttektar þessarar nýju vélar og mögulega sett eigin hagsmuni (að koma þessari vél sem fyrst í notkun) framar ítrustu öryggissjónarmiðum (sem hefði kallað á meiri og þar með dýrari þjálfun flugmanna sem áður höfðu flogið eldri gerðum 737).

Þar sem langt er síðan Flugleiðir/Icelandair var með Boeing 737-400 í rekstri, þá fara 737 MAX flugmenn þeirra væntanlega í gegnum ítarlegri þjálfun en ella hefði þurft.

TJ (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband