Flækjustigið komið einu skrefi of langt?

Það er tímanna tákn að í eftirsókn eftir fjárhagslegum ávinningi eins og í Boeing 737 Max-8 málinu, eða eftir aukinni sjálfvirkni út af fyrir sig, skuli þurfa að setja aukalega viðvörunarljós í Boeing 737 Max-8 til þess að vara við bilun í sjálfvirknikerfi, sem aðeins er í þeim vélum en ekki öðrum. 

Það má nefnilega gagnálykta og segja sem svo, að ef þetta MCAS-kerfi væri ekki í Max-þotunum, gæti það ekki bilað, og þar með má líka segja að ný tegund hættulegra bilana hefði bæst við á þessum annars góðu gripum. 

Sífelld þensla í aukinni notkun sjálfstýringa og tölvustýringa einkennir afar margt í farartækjum, svo sem í bílum. 

Það er að vísu þægilegt að geta opnað læsingar á öllum dyrum bíls með einu handtaki á lykli, en þegar gengið er skrefi lengra og lykillaust kerfi komið til skjalanna, bætist við ný hætta á vandræðum, að hið nýja "fullkomna" kerfi bjóði upp á alveg nýja tegund af bilunum. 

Skyldfólk síðuhafa stóð til dæmis uppi bíllaust í margar klukkustundir nýlega austur í sveitum vegna bilunar á þessu líka fína tölvustýrða ræsingar- og læsingarkerfi bíls þeirra og óskuðu þess innilega að gamla, góða lyklakerfið hefði verið í bílnum. 

Max-málið getur hugsanlega orðið stærra og mikilvægara en það er eem vandamál í flugi, ef það mun leiða til endurmats á öryggisráðstöfunum í notkun fullkomnustu samgöngutækja nútímans.  


mbl.is Viðvörunarljós í vélar Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Algerlega sammála

Halldór Jónsson, 22.3.2019 kl. 08:05

2 identicon

 Man eftir tilviki að rúta bilaði fór ekki í gang á bílastæðinu á Skaftafelli fyrir 12 árum síðan alkyns sérfræðingar með skiptilykill að vopni sem dæmi reyndu hvað þeir gátu til ad finna hvað það væri sem olli þessu ad ný rúta af flottustu gerð neitaði að fara í gang.

Síðasta sem ég vissi af þessu máli áður en ég hélt af stað á minni rútu sem var mjög gömul að sérfræðingur í tölvumálum frá framleiðanda var væntanlegur með flugi frá Evrópu til landins svo með bílaleigubíl til Skaftafells

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 11:52

3 identicon

Þetta er mjög svo sérstakt mál. Í þessu tilfelli er bætt við sjálfvirkni til þess að vega á móti göllum þess að uppfæra hönnun gamallar flugvélar með stærri hreyflum, í stað þess að hanna nýja flugvél svo ekki væri þörf á þessu viðbótar flækjustigi. Svo til þess að betur gangi að selja flugvélina er þessum nýja tæknibúnaði haldið leyndum fyrir flugfélögum og flugmönnum til að ekki þurfi að þjálfa flugmenn sérstaklega fyrir þessa flugvél. Svo hefur einnig komið fram að Boeing hélt því leyndu fyrir FCC bandarísku flugeftirlitsstofnunni, hversu mikið þessi nýi búnaður getur gripið inn í stjórnun flugvélarinnar.

Einar (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband