Þar sem er fuglager úti á sjó er oft æti undir.

Þar sem fuglager sést flögra yfir ákveðnum bletti úti á sjó er oft fiskur og æti undir sjávarborðinu.

Þegar 25 öflugir erlendir eða innlendir fjárfestar taka höndum saman um sæstreng til Íslands er það engin tilviljun. Þessir menn vita vel hvar helst eigi að fjárfesta duglega til þess að uppskera ríkulega síðar þótt allt virðist með kyrrum kjörum eins og stendur. DSC07121

Þeir safnast því saman eins og fuglar í fuglageri þegar íslensk orka með tilheyrandi hernaði gegn íslenskum náttúruverðmætum er annars vegar. 

Og þeir vita líka síðan það upplýstist fyrir aldarfjórðungi að það yrði að leggja tvo samsíða sæstrengi til þess að þeir upphefðu segulsvið hvor annars, og að slík fjárfesting myndi kosta á annað þúsund milljarða króna. 

Og einnig, að vegna nauðsynlegs afendingaröryggis yrði þess síðar krafist að leggja aðra tvo samsíða strengi nógu langt frá hinum tveimur til þess að eiga síður á hættu aðallt rafsamband við Íslands rofnaði. 

Fjárfestarnir 25 eru ekki þeir einu, sem telja sig finna mikla peningalykt. Um 200 virkjanakostir á Íslandi auk gríðarstórra vindorkugarða bera vitni um einbeittan vilja til þess að útvega nógu mikla orku til þess að fjárfesting upp á þúsundir milljarða króna í sæstrengjum borgi sig. 

Fyrir þessum voldugu peninga- og valdaöflum verða þeir beygðir, sem vilja reyna að bjarga einhverju af þeim einstæðu ósnortnu náttúruverðmætum Íslands, sem eru í raun langstærstu verðmætin auk mannauðar þjóðarinnar. 

Þegar allt er lagt saman er snýst krafan fjárfestanna eins og auðjöfrarnir eru kallaðir um að nýta allar orkulindirnar eins og þær leggja sig. Á endanum verður allt að víkja fyrir stórsókn þeirra nema eitthvað mikið komi til. 

Enn er síðuhafa í minni sjónvarpsviðtal sem hann tók við Guðmund Þóroddson þáverandi ráðamann hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en í þessu viðtali hélt hann hart fram þeirri framtíðarstefnu að hrinda í framkvæmd virkjun Kerlingafjallasvæðisins sem felur í sér eitthvað í kringum sjö virkjanir. 

Þetta viðtal kom upp í hugann þegar flogið var í gær framhjá Kerlingarfjöllum og myndirnar teknar, sem eiga að prýða þennan pistil ig facebook síðuna, sem hann verður tengdur við.  

 


mbl.is Tengjast ekki Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mættir láta betur heyra í þér í fjölmiðlum Ómar varðandi þetta, þú ættir að hafa betri aðgang að þeim en flestir.

Það lesa örfáir svona blogg...

geir (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 23:53

2 identicon

Kerlingarfjöll eru í friðlýsingarferli í kjölfar þess að þau voru sett í verndarflokka Rammans:
https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Fridlysingar-i-vinnslu/Kerlingarfjoll/Kerlingarfjöll_verk%20og%20tímaáætlun.pdf

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 00:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er löng biðröð greinaskrifara hjá fjölmiðlunum og ekkert hlaupið að því að komast þar að.

Að meðaltali eru innlit á þessa bloggsíðu um 800 á dag og flettingarnar vel á annað þúsund, og bloggsíðan er að jafnaði númer tvö á listanum "vinsælustu bloggin" á þessari mest lesnu netsíðu landsins. 

Síðan tengi ég færslurnar við facebook síðu með deilingu til tæplega 5000 facebookarvina. 

En það er rétt hjá þér að í himinháu flóði af upplýsingum og áreiti á netinu felst ákveðin afturför: Það þarf svo gríðarlega mikið til að koma hverju máli fyrir almenningssjónir. 

Ómar Ragnarsson, 28.5.2019 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband