Speki Finns.

Drykkjusiðir Íslendinga hafa alla tíð verið frumstæðir og einna svakalegastir á þeim tímum sem pukrað var með vínið og dottið rækilega það í skyldudjammi helganna. 

Skyldudjammið hefur lengi falist hjá mörgum í því að verða útúrdrukkinn, en það er þó líklegast heldur á undanhaldi.  

Danskur maður, sem vann hjá Sjónvarpinu fyrstu árin og náði furðu góðum tökum á íslenskunni af Dana að vera, furðaði sig eitt sinn á þeirri staðreynd, að á hverju ári drakk hver Íslendingur minna vín að meðaltali en tíðkaðist víða um lönd. 

Skildi hann hvorki upp né niður í hinu mikla fylleríi um helgar og hve oft menn urðu blindfullir. 

Út úr Dananum datt þessi speki, þegar þetta bar á góma: 

"Íslendingar drekka lítið; en oft, og þá mikið."

Varð mönnum orðfall við að heyra þessa speki. 


mbl.is Er í sjokki yfir drykkju Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum nærri heimsmeti í skattlagningu á áfengi og tóbak. Í áratugi hefur það skilað okkur því að hér hefur varla þekkst að nokkur maður ætti við áfengisvandamál að stríða og reykingar hafa verið nær óþekktar. Í flestum ríkjum Bandaríkjanna er sykurskattur. Og nú munum við fá okkar sykurskatt og verðum í framhaldinu grannir og spengilegir eins og Bandaríkjamenn. Það er augljóst öllum sem sjá vilja að skattlagning er góð leið til að bæta heilsufar og siði þjóða. Hver hefur ekki sprangað fullur tilhlökkunar í búðina þegar kálhausar og radísur eru á vaskinn af tilboði??? smile

Vagn (IP-tala skráð) 1.7.2019 kl. 02:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru prýðis djók, að "í áratugi hafi varla þekkst hér að nokkur maður ætti við áfengisvandamál að stríða og reykingar hafa verið nær óþekktar."

Ómar Ragnarsson, 1.7.2019 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband