40 km hraði er óvenjulegur.

Það má túlka niðurstöðu mælinga lögreglunnar vestast á Hringbrautinni á tvo vegu: 

1. Ökumenn stamda sig illa við að fara eftir hraðatakmörkunum. 

2. Ökumenn eru vanir því að annað hvort sé hámarkshraðinn 50 eða 30, og aka því á gamla 50 km hraðanum, eða að þeir taka ekki eftir breyttum reglum um hraða og fatta ekki að þeir séu að brjóta hraðareglurnar. 

Kannski þarf að kynna betur og merkja betur nýja 40 km hraðann. 


mbl.is Ökulag olli lögreglu vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hámarkshraðinn er marklaus, hvort sem hann er 40 eða 50. Ökumenn gefa í þegar þeir koma út úr Melatorginu  (þar var einmitt hraðamælt sýndist mér) og þurfa svo að stoppa á 50 metra fresti þar fyrir vestan við hin og þessi ljósin.  Meðalhraðinn verður eftir sem áður 20-30 km/klst.

Kolbrún Hilmars, 5.7.2019 kl. 21:43

2 identicon

Þegar umferðaryfirvöld ákveða að hámarkshraði skuli miðast við hæsta hraða sem gömul kona getur ekið örugglega á í hálku og lélegu skyggni þá má búast við frávikum. Þetta má sjá á öllum götum, vegum og þjóðbrautum þegar aðstæður eru ekki með versta móti.

Lögregla sjálf hefur viðurkennt fáránleika hámarkshraða sem miðast við einhverja draumóra. Þar sem er 90km hámarkshraði er afskiptahraði, sá hraði sem lögregla telur raunhæft hámark og ástæðu til afskipta, 105km. Reiknuð frávik vegna ólöggiltra mæla og þekkingarleysis lögrugluþjóna í kvörðun mælanna Og sjálfur hef ég verið stoppaður, án sektar, á 120 km hraða. Aðstæður eru víðast þannig að hámarkshraðinn er brandari sem enginn fer eftir.

Vagn (IP-tala skráð) 5.7.2019 kl. 23:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

40 km\h?  Hah!  Herna i Chicago aka menn um a 130 og loggan segir ekkert.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.7.2019 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband