Þjóðirnar í Evrópu hafa lestirnar - við ekki.

Lestarsamgöngur á meginlandi Evrópu eru orðnar geysilega hraðar og góðar, og kosturinn við að fara úr eða í lest á ákvörðunarstað gerir oft meira en að vega upp hraðamuninn á flugi og lestarferð. 

Það er mikill munur á öllu veseninu og tilstandinu, sem er í og við flugvelli og flugstöðvar, og því að hoppa uppí eða hoppa út úr lest. 

Tíminn sem tekur lestirnar að fara langar vegalengdir, til dæmis á milli landa, er orðinn lygilega stuttur. 

Kolefnisfótspor lesta er auk þess aðeins brot af því sem er á flugvélum, því að í hverju einasta flugi þurfa flugvélar að lyfta sér, farþegunum og eldsneytinu upp í hentugustu flughæð,  nokkuð, sem lestirnar losna alveg við, og í ofanálag við allt þetta er hægt að knýja lestirnar með raforku, rafgeymar eru alveg ónothæfir fyrir flugvélar vegna þunga geymanna. 

Ísland er eyland langt úti í hafi og þess vegna getum við ekki nýtt okkur hagkvæmni landanna á meginlandinu, ef við ætlum til og frá landinu. 

Allir "pakkar" um lestasamgöngur eiga því ekki við hér á landi. 

 

 


mbl.is Frakkar hyggjast skattleggja flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálaflokkur Græningja í Þýskalandi; die Grünen, sem er að verða stærsti flokkur landsins vill banna allt innanlandsflug í Þýskalandi ekki seinna en 2030.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2019 kl. 23:00

2 identicon

París til Rómar tekur rúmlega 11 klst. og kostar 12.000 kr með lest, 2 klst og 20.000 með flugi. Frá Amsterdam til Parísar eru 3 klst og 20 mín á 4000 kr með lest en 1 klst og 20 mín á 15.000 kr með flugi. Fyrir ferð frá Kaupmannahöfn í lest til Barcelóna þarf rúman sólarhring og verðið er yfir 20.000, í flugið færu 3 tímar og 18.000 krónur.

Kolefnisfótsporið á ferðalagi með lest er helmingur af því sem sama ferðalag í flugvél skilur eftir sig.

Vagn (IP-tala skráð) 12.7.2019 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband