30.7.2019 | 15:04
"Eigum öll heima á sömu reikistjörnunni og öndum að okkur sama loftinu."
Þessi orð mælti John F. Kennedy Bandaríkjaforseti í einni af síðustu ræðum sínum, áður en hann var drepinn.
Áreiðanlega hefði hvorki hann né nokkurn annan órað fyrir því að aðeins hálfri öld síðar að hægt yrði að bæta hafinu og ströndum þess við lofthjúpinn varðandi mengun á hafi, landi og í lofti.
Óviðráðanleg plast- og ruslmengun á eyju, sem er úti í miðju Kyrrahafi 5500 kílómetra frá meginlöndunum sitt hvorum megin hafsins, og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is segir sína sögu um hinn hraða vöxt mengunarógnarinnar sem stjórnlaust fjölgandi jarðarbúar valda.
Gömul paradís orðin að ruslahaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Þetta eru afskaplega fallegar setningar,
stuðluð að auki og laus við samhljóðabrjóta
sem oftast gera út af við hið rómantíska yfirbragð.
Rökfræðilega er málsgreinin í henglum en hverjum er ekki sama!
Húsari. (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 20:18
Áreiðanlega hefði hvorki hann né nokkurn annan órað fyrir því að rúmlega hálfri öld síðar yrðu þessi varnaðarorð við kjarnorkukapphlaupi kaldastríðsins tengd plastrusli í fjöru. Þarf önnur 50 ár til að tengja varnaðarorðin fjölgun katta eða tattústofa?
Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 20:22
Athugasemdir Vagns og Húsara á síðu Ómars; "my ass."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 20:40
Sæll Ómar.
Þetta er blessuð tíð
og í tíbránni verða
fjöllin himinblá og
mennirnir meiri en nokkru sinni fyrr
og orðfæri rúmast ekki helstu orðabókum
frekar en þrjúbíóið á fyrri tíð!
Húsari. (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 22:43
um hinn hraða vöxt mengunarógnarinnar sem stjórnlaust fjölgandi jarðarbúar valda.
Mæltu manna heilastur
Halldór Jónsson, 31.7.2019 kl. 06:16
Er hinn ruglaði huldumaður "húsari", hinn nýi ruglaði "steini breim"...?? - Þó huldumaðurinn "vagn" sé slæmur, vantar enn uppá ruglið í "húsara". - Það virðist vera einkenni þessarra huldumanna og rugludalla, að vilja (þora) ekki koma undir nafni, en lýsir það einmitt heigulshætti svona ómarktækra kjána sem reyna að draga allt niður, niðurlægja síðuhafa og gesti hans, og reyna að smokra inn einhverjum tilbúnum bessevisser-frösum til að upphefja sig...Sig hvern..??
Már Elíson, 1.8.2019 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.