14.8.2019 | 16:02
Falsfréttir ógna lýðræðinu.
Undirstaða nútíma lýðræðis eru upplýsingar, sem kjósendur geti treyst.
Með sífjölgandi falsfréttum sem smám saman verða æ "djúpfalsaðri" svo notað sé nýyrði um tæknibrögðin, sem beitt er, er hins vegar hægt að ná þeim árangri að kjósendur fari smám saman að vantreysta öllu því sem borið er á borð fyrir þá og ráðstafi atkvæðum sínum meira í samræmi við óskhyggju og kæruleysi en niðurstöðu réttra og nauðsynlegra upplýsinga.
Og í ofanálag til að negla ruglið, eru það oft þeir, sem mest beita falsfréttum, sem hafa hæst um að réttar fréttir séu falsfréttir.
Djúpfalsað myndskeið flýgur víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður hefur þú líklega rétt fyrir þér. Ómar.
En vonandi þá verður þessi hræðilega "djúpfölsunar" tækni til þess að vekja fólk til umhugsunar, átta sig á að margt að því sem það tekur við sem sannleik í dag er bara bull og vitleysa, og fá það til að vera meira gagnrýnna í hugsun í framtíðinni.
Valtyr Kari Finnsson (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.