Hillir loksins undir Austfjarðahringinn?

Í marga áratugi hefur verið rætt og ritað um hringtengingu Austfjarða með jarðgöngum en hugmyndin virðist allan tímann hafa verið jafn langt frá þvi að komast í framkvæmd. 

Því veldur kostnaðurinn fyrst og fremst, sem enn virðist einn helsta hindrunin, því að gagnstætt því sem gilti um Hvalfjarðargöng, er ekki búist við því að hægt verði að greiða kostnaðinn við gangagerðina sjálfa upp með veggjöldum eystra. 

Og það er líka togast á um gangagerð almennt, samanber hugmyndir um löng göng í gegnum Tröllaskaga til þess að losna við Öxnadalsheiðina. 

Margir mikla fyrir sér það að standa í tvennum risaframkvæmdum í einu á sama tíma á tveimur stöðum á landinu. 

Engin leið er að komast af með styttri göng eystra, en hugsanlega mætti bæta leiðina um Öxnadalsheiðina með um 3,5 kílometra löngum göngum undir háheiðina, sem tæki í burtu þá aðalhindrun sem hún og Bakkaselsbrekkan hefur verið. 

Það verður spennandi að fylgjast með því hvað kemur út úr fundinum, sem ætlunin er að halda eystra um málið. 


mbl.is Mælir með göngum undir Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er til styttri gangnaleið fyrir austan og mun ódýrari. Sú hugmynd hefur allan tíman legið fyrir en pólitískur vilji hefur haldið henni í láginni. Þar er ég að tala um göng frá Seyðisfirði yfir í Mjóafjörð, frá Mjóafirði yfir í Norðfjörð og síðan tengingu upp á Hérað með göngum frá Mjóafirði upp á Slenjudal. Samtals yrðu þessi göng álíka löng og göng frá Seyðisfirði upp á Hérað.

Þar sem ráðherra talar um að í kjölfar gangna frá Héraði niður á Seyðisfjörð verði lögð göng til Mjófjarðar og þaðan til Norðfjarðar, er í raun rétt að bera saman kostnað við göngin milli Héraðs og Seyðisfjarðar við göng frá Slenjudal niður á Mjóafjörð.

Það er hins vegar ekki stjórnmálalegur vilji fyrir þeirri leið, sem er nokkuð sorglegt, enda myndi hún spara ríkissjóð stórar upphæðir og flýta framkvæmdum verulega.

Hitt er svo aftur gott, að loks skuli vera farið að tala að alvöru um raunverulega tengingu þessara fjarða við umheiminn. Við skulum alla vega vona að alvara liggi að baki umræðunni.

Gunnar Heiðarsson, 14.8.2019 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband