Hafið er aðal hindrun fyrir rafflug Íslendinga.

Noregur er á meginlandi Evrópu og um allt meginlandið gildir það lögmál að rafknúnar flugvélar hafa takmarkaða möguleika til að fljúga langar vegalengdir í einu vegna hins mikla þunga rafhlaðnanna. 

En rafflugvélar geta hins vegar komist langar vegalengdir í heild með því að millilenda nógu oft og fljúga þannig í millilandaflugi. 

Eins og sakir standa er millilandaflug tæknilega ómögulegt á rafflugvélum milli Íslands og annarra landa. 

En ákveðnir möguleikar kunna að birtast í innanlandsflugi ef tækninni fleygir fram. 

Rafhreyflar ættu vegna einfaldleika síns að vera jafnvel öruggari en bulluhreyflar, sem hafa haft samfelld 130 ár til samfelldar þróunar, en eiga það til að bila samt. 


mbl.is Eina raf-flugvél Noregs nauðlenti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vetni (liquid hydrogen) kemur mjög til greina sem eldsneyti fyrir flugvélar. Létt, sem er auðvitað kostur. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband