Af hverju þurfti allt i einu "belti og axlabönd" sem síðan halda ekki?

Þegar ljóst varð að innan stjórnarflokkanna væri meirihluti þeirra sem sögðust vera fylgjendur þeirra í skoðanakönnunum andvígur 3ja orkupakkanum, og mikill kurr heyrðist hjá almennum flokksfólki, brast Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við því með því að lýsa yfir því að sett yrðu "belti og axlabönd" á lögleiðingu 3. orkupakkans í formi fyrirvara. 

Þetta sýndi ljóslega að því fór fjarri að málið væri "fullskoðað og fullrætt", og síðan axlaböndin og beltið komu til sögunnar hefur komið æ betur í ljós hve haldlausir þessir fyrirvarar geta orðið, ef til kemur. 

Innihald þess sem komið hefur fram í því sem Bjarni Benediktsson kallar "fullskoðað og fullrætt" er einfaldlega svo tvíbent að við blasir að minnsta kosti stórkostlegur vafi og áhætta um afleiðingar þess að lögleiða orkupakkann. 

Það var þessi áhætta og vafi sem var ástæða þess að tjasla saman axlaböndum og belti, sem ættu að halda, - en gera það ekki, af því að þau standast ekki þær formlegu kröfur sem þarf til þess að vera tekin til greina, ef á reynir. 


mbl.is Málið „fullskoðað og fullrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband