22.10.2019 | 08:57
Það verður að reikna flugdæmið vandlega.
Bílar heims eru um það bil eitt þúsund milljónir. Flugvélar í farþegaflugi eru þúsund sinnum færri, eða ein milljón.
Það hefur verið reiknað út að allur flugvélaflotinn mengi samtals um sex sinnum minna en bílarnir. Að meðaltali er aðeins rúmlega einn maður í hverjum bíl.
Auðvitað væri gott ef hægt yrði að rafvæða flugvélaflotann, en það er því miður tæknilega ómögulegt vegna þyngdar orkuberans, rafhlaðnanna.
Til þess að flugvið verði sem hagkvæmast varðandi tímalengd og eyðslu, er nauðsynlegt að fara upp í hagkvæmustu flughæðina í þunnu lofti, sem er í kringum 10-13 kílómetra yfir sjávarmáli.
Þegar Boeing 737 Max þotum Icelandair var flogið í ferjuflugi til Spánar á dögunum, fékkst aðeins leyfi til þess að fljúga í 5000 feta hæð, en það, ásamt því að hafa flapa á í minnstu stöðu, olli því að millilenda þurfti á leiðinni og taka eldsneyti.
Hins vegar blasir við að hægt er að rafvæða bílaflotann og það strax, auk þess sem leitun er að landi eins og Íslandi þar sem hægt er að gera það með notkun hreins orkugjafa.
Umhverfisvænna að fljúga en keyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
B757 brennir nálægt 5000 pundum á klukkustund með 200 farþrga.25 pund á farþega.Bíll brennir kannski 4 pundum á klukkustund.
Miklu fleiri bílar eru ekki í akstri heldur en flugvélar í flugi af líftíma sínum. Kæmi mér ekki á óvart að bílarnir eyði helmingi minna en flugvélarnar.
Það styður innflutningur a´þoflugeldsneyti til Íslands sem eru einhver 800.000 tonn meðan bíla-og bátaeldsneyti eru einhver 400.000 tonn. Þannig held ég að flugið blási helmingi meira út en bílarnir.
Það liggur ekkert á að rafvæða bílafloktann. Jarðefnaeldsneyti er orkulind mannkyns og verður lengi enn. Kolefniskjaftæðið er líka bull frá upphafi til enda.Kjarnorkan er það sem koma skal.
Halldór Jónsson, 22.10.2019 kl. 10:59
Þegar ég reyni að útskýra fyrir fólki hlýnun Jarðar er það einkum tvennt sem ég vek athygli á; hversu mikið af CO2 myndast við brennslu á jarðefnaeldsneyti og hvernig CO2 virkar sem gróðurhúsalofttegund. Þetta er ekki svo auðvelt, því oftast er þekking fólks í efna- og eðlisfræði afar takmörkuð. "Global annual mean CO2 concentration has increased by more than 45% since the start of the Industrial Revolution, from 280 ppm during the 10,000 years up to the mid-18th century to 415 ppm as of May 2019. The present concentration is the highest for 14 million years. This increase had been attributed to human activity, particularly deforestation and burning of fossil fuels. This increase of CO2 and other long-lived greenhouse gases in Earth's atmosphere has produced the current episode of global warming. Between 30% and 40% of the CO2 released by humans into the atmosphere dissolves into the oceans, wherein it forms carbonic acid and effects changes in the oceanic pH balance."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2019 kl. 11:45
Takk fyrir þetta, Haukur. Þegar menn reyna að kenna eldfjöllunum um vöxt co2 í andrúmsloftinu bendir ekkert til þess að útblásur þeirra og eldvirkra svæða hafi aukist neitt.
Ef það á að hætta við orkuskiptin af því að það liggi ekkert á og að mannkyn muni hafa gnægð jarðefniseldsneytis lengi enn, má enn spyrja spurningarinnar, sem þeir, sem halda þessu fram, svara aldrei: Af hverju lá eitthvað á á síðari hluta 20. aldarinnar að hætta að nota jarðefnaeldsneyti til húshitunar?
Hvers vegna voruð þið, sem nú eru andvígir orkuskiptum, ekki andvígur orkuskiptunum þá?
Ómar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 13:32
Af hverju lá eitthvað á á síðari hluta 20. aldarinnar að hætta að nota jarðefnaeldsneyti til húshitunar?
Hvers vegna voruð þið, sem nú eru andvígir orkuskiptum, ekki andvígur orkuskiptunum þá?
Einfalt Ómar, hitaveitan var miklu billegri
Halldór Jónsson, 22.10.2019 kl. 13:36
Hlutföllin á milli flugs og aksturs á heimsvísu, sem ég nefni, eru nefnd í útreiknuðum alþjóðlegum tölum.
Fréttin fjallar reyndar um innanlandsflug. Ég veit ekki um neinn bíl án rafafls, sem eyðir aðeins 1,8 lítrum á klukkustund.
Í sparaksturkeppni milli Reykjavíkur og Akureyrar 2016 eyddi sparneytnasti bíllinn 4,1 lítra á hundraðið, eða um 3,5 lítrum á klukkustund.
Það eru sérkennileg rök gegn orkuskiptum að þau megi ekki fara fram á bílaflotanum, af því að flugvélaflotinn geti ekki farið í orkuskipti.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 13:47
Það kostaði fjárhagslegt átak að koma öllum hitaveitunum á koppinn og var meira að segja teiið stærsta kúlulán sögunnar til 35 ára til þess.
En það gilti sama um orkuskiptin þá og nú, að þjóðin sparaði sér mikil gjaldeyrisútgjöld við að losna við þau útgjóld.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 13:51
Áhugaverð umræða.
Gott að heyra, að þú, Ómar, viðurkennir loksins galla rafhlöðunnar sem orkubera. Ekki bara þyngd rafhlöðunnar er galli, heldur hve litla orkurýmd rafhlaðan hefur. Rafhlaðan á víða við, sem orkuberi. Persónulega tel ég ekki hentugt að setja rafhlöður í stærri frjáls farartæki. Rafhlaða sem orkuberi í minni, eða allra minnstu bifreiðum, sem fara styttri ferðir, með eina eða tvær manneskjur, þar sem ekki er gerð krafa um þungafluting eða þungadrátt, getur hentað. Mikið er um slíkar ferðir í þéttbýli. Það er ekki bara orkuskipti, Ómar, sem við þurfum á að halda, heldur einnig farartækjaskipti. Eða viðhorf til farartækja. Rafmótorar í faratækjum eru snilld, það er orkuberinn sem er vandamál. Ég vil horfa til vetnis, sem orkubera, frekar en rafhlaðna, sem orkubera í stærri farartækjum, og tækjum sem þurfa mikla orku. Ég held ég fari rétt með, að Toyota hérlendis, sé nú þegar að bjóða til sölu vetnisknúinn bíl. Ekki er sá bíll ódýr, og ekki mikil eftirspurn eftr honum. Sama má segja um rafbílana fyrir 25 árum.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 22.10.2019 kl. 16:03
Topp sérfræðingar hafa litla trú á vetni sem orkugjafa. Ástæðan er þessi, vetni þarf fyrst að framleiða og það kostar mikla orku.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2019 kl. 16:21
Þó það sé nú smávægileg athugasemd: Hámarksflughæð í þessu flugi til Spánar var 20000 fet og í fréttum kom fram að þeim yrði flogið í fl 19.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.10.2019 kl. 16:40
Haukur. Er til vitneskja eða kenningar hve mikið CO2 var í lofthjúpnum um landnám og um kristburð þegar hlýrra var á grænlandsjökli en er í dag.
Ómar, Orkuskiptin ganga svo hægt því það vantar innviði til að geta hlaðið hratt og örugglega, Bílaleigur geta ekki boðið upp á bíla því að það er ekki möguleiki að hlaða þann fjölda bíla sem td, fer að Jökulsárlóni í dagsferð, tölvert yfir 1000 bílar á dag. þegar stoppað er í Staðarskála á ferð um landið eru oft nokkrar rútur og 10-20 bílar, sem þyrftu að vera í hleðslu. Í Noregi kom ég við á þjóðvegasjoppu á leið frá Osló til Gautaborgar þar voru um eða yfir 20 hleðsluturnar, Ég fæ mér ekki rafbíl fyrr en ég kemst til RVK frá EGS með 1 hleðslu stoppi, eða 500 km drægni
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.10.2019 kl. 16:52
Ómar, var okkur ekki kennt í flugskólanum að bensínið vigtaði 6 pounds a gallon. 3.78 l x 4/6 =2.58 l sem er meira en 1.8 l/klst. en minna en 3.5 l./klst
Halldór Jónsson, 22.10.2019 kl. 17:10
Og svo er bíll í normal akstri mikið í lausagangi við umferðaljós, stopp etc. svo mín tala þarf ekki að vera kolvitlaus
Halldór Jónsson, 22.10.2019 kl. 17:11
Heimir, ég hef frá því að ég eignaðist minn fyrsta bíl til að aka sjálfur og var þá minnsti, sparneytnasti og umhverfismildasti bíll landsins, verið að reyna að tala fyrir minni bílum, en með nákvæmlega engum árangri. Þvert á móti þarf ekki annað en að líta á auglýsingarnar í blöðunum sem nær eingöngu fjalla um sem stærsta og þyngsta "jeppa."
Vel væri hægt að stytta meðallengd einkabíla um ca 70 sentimetra, en við það
myndu um 150 kílómetrar af malbiki verða auðir, sem núna eru þaktir bílum.
Skemmtilegt, Halldór, að minnast á bílana sem eru kyrrstæðir í lausagangi, en það á ekki við rafbílana þegar þeir eru stopp.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 19:36
Hvert sæti í farþegaþotu mengar á einum sólahring jafn mikið og einn bíll á einu ári. Ef það eru 40.000 slíkar þotur með 180 sæti hver, sem flogið er 300 daga á ári þá samsvarar það 2,1 milljarði bíla. Hvernig er hægt að fá það út að það svari til 1/6 af mengun bílanna?
Birgir Þór Bragason, 24.10.2019 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.