Gott skref, en ýmsar spurningar.

Það er gott skref, sem tekið hefur verið með því að skila umhverfisráðherra skýrslu um þjóðgarð á hálendinu. Jafnframt er ljóst að þau ystu mörk, sem dregin hafa verið, geta orðið að deiluefni, og einnig er hugsanlegt að staðir utan þess svæðis, sem sýnt er á korti með skýrslunni, eins og Gjástykki, ættu erindi innan marka þjóðgarðsins, þótt þau teljist núna í einkaeigu. 

Nú þegar hafa komið fram í fjölmiðlum ýmis andmæli gegn því að sum stór svæði verði innan þjóðgarðsmarka, og einnig vakna spurningar um það, hvort mesta umhverfisspjallamannvirki landsins, Kárahnjúkastífla, geti fallið innan markanna. 


mbl.is Hálendisþjóðgarður verði á svæði sem er í sameign þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

stórfurðuleg skýrsla. en  eitthvað verða menn að hafa fyrir stafni í verkefnaleysinu. nema ekki einusini að skilgreina svæði etir flokkum en góðu fréttirnar eru þær að þeir hafa ekki samfelldan þjóðgarð þökk sé dómum hæstaréttar.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.12.2019 kl. 08:45

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það verður vonandi góð kaffivél á nýja kontórnum í Reykjavík, þegar búið verður að koma þessum þjóðgarði á koppinn !

Þórhallur Pálsson, 4.12.2019 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband