23.12.2019 | 01:10
"Enginn er betri..."
Þessi vísa varð til hinum megin á hnettinum þegar kallað var eftir því að forsætisráðherra Ástralíu færi hið snarasta yfir Kyrrahafið frá Hawai vegna mannskaða og tjóns af gríðarlegum eldum:
Forystu Ástrala féllust hendur.
Frá Hawai var enginn sendur.
Þaðan fór enginn sem uppbyggði von
því enginn er betri en Scott Morrison.
Vísan sú arna er raunar byggð á annarri vísu, sem varð til hér um árið, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra Íslands, sá sér ekki fært að fara til Parísar og vera þar í hópi foyrstumanna ríkja á Vesturlöndum, sem gengu saman eftir Parísarstræti til að sýna Frökkum samúð eftir mannfall í hryðjuverkum:
Forystu Íslands féllust hendur.
Til Frakklands var héðan enginn sendur.
Héðan fór enginn yfir hafið,
því enginn er betri en Sigmundur Davíð.
Forsætisráðherrann skilur reiði fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.