"Enginn er betri..."

Þessi vísa varð til hinum megin á hnettinum þegar kallað var eftir því að forsætisráðherra Ástralíu færi hið snarasta yfir Kyrrahafið frá Hawai vegna mannskaða og tjóns af gríðarlegum eldum: 

 

Forystu Ástrala féllust hendur. 

Frá Hawai var enginn sendur. 

Þaðan fór enginn sem uppbyggði von 

því enginn er betri en Scott Morrison. 

 

Vísan sú arna er raunar byggð á annarri vísu, sem varð til hér um árið, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra Íslands, sá sér ekki fært að fara til Parísar og vera þar í hópi foyrstumanna ríkja á Vesturlöndum, sem gengu saman eftir Parísarstræti til að sýna Frökkum samúð eftir mannfall í hryðjuverkum: 

 

Forystu Íslands féllust hendur. 

Til Frakklands var héðan enginn sendur. 

Héðan fór enginn yfir hafið,

því enginn er betri en Sigmundur Davíð.  

 

 

 

 


mbl.is Forsætisráðherrann skilur reiði fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband