Ólafur helgi með sverðið og Trump með byssuna.

Á Stiklastað í Noregi er stærsta minnismerkið um orrustuna þar af Ólafi helga, sitjandi á sprækum hesti með Biblíuna í annarri hendi en sverðið í sveiflu í hinni hendinni. 

Á þetta stóra minnismerki að tákna þá aðferð, sem konungurinn beitt við að innleiða kristna trÚ og fá að launum viðurnefnið "helgi" fyrir sinn heilaga hernað. 

Ummæli Trumps forseta um þá kristnu menn, sem hann vill berjast fyrir, eru dálítið í þessum anda. 

Trump talar um það að fyrir hina kristnu Bandaríkjamenn séu helstu vopn þeirra trúin og byssurnar, sem trúleysingjar vilji taka af þeim. 

Í Fyrri heimsstyrjöldinni voru til dæmi um það að hermenn kristnu þjóðanna, sem bárust á banaspjótum, hafi sungið lagið "Áfram, Kristmenn, krossmenn..." til að efla baráttuandann á leið til bardaga.  

Á síðustu áratugum hefur heimsbyggðin orðið vitni að því hvernig sumir öfgatrúar múslimar líta á "heilagt stríð." 

Og í Krossferðum miðalda var haft uppi slagorðið "Guð vill það!" 


mbl.is Trump skaut fast á kristilegt tímarit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Tryggvason var hinn versti morðhundur og hefði í dag gerst sekur um glæpi gegn mannkyninu. Á þeim slóðum er Trump ekki.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.12.2019 kl. 15:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bæði Ólafur Tryggvason sem ríkti til ársins 1000, og Ólafur helgi Haraldsson, sem féll á Stiklastöðum 1030, beittu vopnavaldi miskunnarlaust viö að breiða út trú friðlar og kærleika. 

Ómar Ragnarsson, 23.12.2019 kl. 20:29

3 identicon

Var víst að rugla með föðurnafnið á " hinum helga manni".

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.12.2019 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband