Brýnt að klára snjóflóðavarnir á landinu sem fyrst.

Snjóflóðavarnargarðar sönnuðu gildi sitt á Flateyri í kvöld með því að bægja stóru snjóflóði frá byggðinni. Hins vegar var það happ, að enginn var á ferli þar sem flóðið fór í sjó fram. 

Farið var að huga fyrir alvöru að snjóflóðavörnum eftir flóðin stóru vestra 1994 og 1995, sem voru alls fimm, það fyrsta á Seljalandsdal og Tungudal Dýrafirði 1994, þau mannskæðustu á Súðavík í janúar og Flateyri í október 1995, auk þess sem stærsta snjóflóðið féll á óbyggt svæði innst í Dýrafirði í sama óveðri og olli flóðinu á Flateyri, og einnig féll snjóflóð í Reykhólasveit í sama óveðri. Alls fórust 37 manns í fjórum af fimm þessara snjóflóða. 

Eftir snjóflóð í Bolungarvík 1997 komst verulegur skriður á öryggismál á þessu sviði og hafa snjóflóðavarnir verið settar upp víða um land síðan. 

Þegar varnarmannvirki virðast vera að sanna sig núna, verður þó að geta þess, að enn, eftir aldarfjórðung, er talsvert eftir ógert af fyrirhuguðum aðgerðum annars staðar á landinu, og er ljóst að nú verður að ganga í það að klára þær framkvæmdir sem fyrst. 

Auk þess þarf líka að huga að því, hvort aðgerða muni verða þörf til að koma í veg fyrir hættuástand utan stærstu garðanna á Flateyri, annað hvort með tilfærslu mannvirkja eða byggingu auka snjóflóðavarna. 

Þess má geta að á Norðureyri, gegnt Suðureyri í Súgandafirði, stendur enn rúst bæjarhússins, sem þar var reist af framsýni á sínum tíma og var með sérhannað húshorn, líkt skipsstefni, sem sneri á móti fjallinu þeim megin fjarðarins og var ætlað til þess að kljúfa þau snjóflóð, sem gætu fallið þar. Þetta virkaði, og má segja, að þetta íbúðarhús hafi verið fyrsta snjóflóðavarnarmannvirki landsins.  


mbl.is Stór snjóflóð féllu á Suðureyri og Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stór snjóflóð féllu á Suðureyri og Flateyri...og kom engum á óvart. Sú heppni að enginn skuli hafa farist kom á óvart.

Mér hefur ætíð fundist hún undarleg sú hreppapólitík að fá ríkið til að setja 100 milljónir í snjóflóðavarnargarð til að verja 30 milljóna hús. Sérstaklega þegar eigendurnir vildu ekkert frekar en að einhver keypti óseljanlegt húsið svo þau gætu flutt í burtu og verið nær afkomendunum. E.t.v. væri nær að tala um flutningsvarna og atvinnubótagarða.

Vagn (IP-tala skráð) 15.1.2020 kl. 02:54

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Manni verður illt að lesa svona ummæli eins og þessi Vagn hér að ofan viðhefur.

Ragna Birgisdóttir, 15.1.2020 kl. 10:45

3 identicon

https://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/1998/98011.pdf

BLS 16

Hann Hinrik Hjaltason hefur verið framsýnn maður.Á smiðju hans var stefni sem snéri til norðurs til að verjast aur og snjóflóðum

Smiðjan setndur vestan Konnráðslækjar og var svæðið innan hans talið óbyggilegt vegna flóða  hættu

m (IP-tala skráð) 17.1.2020 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband