Ný ógn - ný viðbrögð? Til dæmis við meðferð á snúrum.

Það er frétt að varhugavert sé að hlaða síma og fleiri tæki, sem ganga fyrir rafhlöðum, á nóttunni. Miðað við fjðlda þeirra, sem gera þetta, eru brunarnir af þessum völdum örfáir, en þeir eru þarna greinilega samt. 

Auðvitað á það kkki að vera neitt stórvandamál að taka upp þann sið að hlaða þessi tæki á daginn á þeim forsendum að ný ógn kalli á ný viðbrögð. Þá það. 

Lélegar snúrur geta verið það af ýmsum orsökum. Oftast verða þær lélegar og eiga til að bila  vegna þess, að þær hafa legið illa þegar þeim hefur verið pakkað niður. 

Slíkt gerðist einu sinni hjá síðuhafa varðandi snúru í hljóðnema, sem komið hafði brot á án þess að það sæist. 

Þá fór hún að verða hrekkjótt og sambandið datt út á verstu augnablikum á skemmtunum. 

Eina ráðið við því var að kaupa nýjar snúrur og taka upp ný vinnubrögð við geymslu á þeim á milli gigga, vefja þær alltaf þannig upp, að ekki kæmi ósýnilegt brot í þær og hafa þær undir eftirliti. 


mbl.is Varhugavert að hlaða síma á nóttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband