Ef allir halla sætisbaki sínu, hafa allir sama rými og sömu þægindi.

Það fyrirbæri að hægt sé að halla flugvélasætum datt ekki af himnum ofan, heldur var þessi möguleiki flugvélaframleiðenda byggður á vönduðu mati á því hve mikinn halla væri óhætt að leyfa án þess að það bitnaði um of á þeim, sem sætu í næsta sæti fyrir aftan. 

Hallinn byggist á líffræðilegu fyrirbæri varðandi möguleikann á hvíld við mismunandi aðstæður. 

Þótt vitað sé að hestar geti hvílst ótrúlega standandi, á hið sama ekki við mannfólkið. 

Það þarf helst að liggja til þess að festa notadrjúgan svefn, og ef sitja þarf alveg lóðréttur, fer það mikið af starfsemi líkamans í að viðhalda hinni uppréttu stöðu búksins, að svefninn nýtist litið. 

Mikla munar ef hægt er að leggja sætisbakið nógu mikið aftur til þess að þungi herðanna falli á sætisbakið, sem styðji nógu mikið við efri hluta líkamans til þess að hann haldist sjálfkrafa í skorðum og að við það sé létt af álagi taugakerfisins við að halda jafnvægi og falla ekki út til hliðanna. 

Sú tilfærsla bakhalla, sem er gerður mögulegur, er höfð eins lítil og þarf til að skerða ekki möguleika og rými þeirra, sem fyrir aftan sitja. 

Í umræðunni gleymist alveg, að allir í flugvélinni hafa yfirleitt sömu möguleika á að halla sætisbaki, þannig að ef allir nýta sér þetta á langri flugleið, ríkir jafnrétti og allir geta notið góðs af þessum sjálfsögðu þægindum. 


mbl.is Twitter logar: Má halla sætinu í flugvél?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best væri að sá sem verður fyrir óþægindunum ráði. Að sá sem situr fyrir aftan geti læst sætinu fyrir framan í uppréttri stöðu. Því sama hvað sagt er þá skerðir hallinn möguleika og rými þeirra sem fyrir aftan sitja....Annars líður tíminn hraðar í fluginu þegar maður telur rólega upp í hundrað og gefur sætisbakinu þá smá spark eða hristing.smile

P.s. Getur verið að þessi möguleiki flugvélaframleiðenda sé byggður á vönduðu mati á því hversu oft setið er í sætinu fyrir aftan en ekki hvað megi pirra þann sem þar situr mikið? Eða var e.t.v. miðað við annað sætabil en það sem flugfélög leyfa sér, gluggarnir eru allavega miðaðir við eitthvað annað sætabil.

Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2020 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband