11.3.2020 | 08:10
Enginn er óhultur.
Jarðarbúar skiptast nú í þrjá hópa; þá sem hafa fengið kórónaveiruna, þá sem eru í hættu á að fá hana og þá sem munu fá hana.
Enginn er lengur óhultur fyrir því að fá veikina eins og listi yfir heilbrigðisráðherra og aðra ráðherra í ýmsum löndum sýnir.
Viðspyrnan beinist nú að því um allan heim að sem fæstir fái þessa pest.
Skilgreina nánast allan heiminn sem gult svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðað við loftbrúna frá sýktustu svæðum Evrópu virðist nú áherslan frekar hafa verið á að koma pestinni eins hratt og örugglega í útbreiðslu hér og hægt er.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.3.2020 kl. 12:30
Það er mogunljóst Þorsteinn að okkar yfirvöld eru frekar slöpp í vörninni
Halldór Jónsson, 11.3.2020 kl. 14:57
Engin er óhultur ??
Allt venjulegt fólk með sæmilega heilsu er óhult.
Guðmundur Jónsson, 11.3.2020 kl. 16:16
Þetta er eins rangt og nefið þitt nær Guðmundur, og það á eiginlega ekki að vera hægt miðað við lengd þess.
"Italy’s “patient one,” an otherwise healthy 38-year-old who fell ill with the virus in January, is now breathing on his own, after nearly three weeks on a respirator.".
Þegar of margir smitast, þá er ekki lengur hægt að veita sjúku fólki þá hjálp sem dugar, það er hinn bitri raunveruleiki sem Ítalir upplifa í dag, en Kínverjum tókst að hindra, annars vegar með því að bregðast nógu harkalega við og hindra útbreiðslu vírussins sem og með því að beina öllum kröftum heilbrigðiskerfisins til svæða í sóttkví. Það mátti samt ekki miklu muna.
Síðan er það viss bilun að láta það út úr sér að sæmilega heilbrigt fólk sé óhult, þetta hefði jafnvel þótt gróft í Þýskalandi á fjórða áratugnum, og þar var ekki alltat verið að kalla á ömmu sína.
Þú ert eiginlega ótrúlegur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 16:40
Það er rétt hjá Guðmundi að heilbrigt fólk á besta aldri er í lítilli hættu. Auðvitað eru undantekningar til, en þær kollvarpa ekki þessari niðurstöðu.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.3.2020 kl. 20:16
Nei því miður ekki Þorsteinn, tilvitnun mín er tekin úr frétt frá því í gær, fullfrískt fólk er að veikjast og það er aðeins ein skýring á því að það er á lífi, súrefnisgjöf.
Sem er takmörkuð.
En við trúum kannski ekki fréttum á útlensku, en þetta má lesa núna áðan á K-100, haft eftir ungri konu í námi í Mílanó.
" Það er fólk á mínum aldri sem er mjög veikt núna inni á spítala. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir alla. Starfsfólkið á spítölum er komið á þann stað að það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja.“ ".
Þetta er napur raunveruleiki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2020 kl. 21:38
Samkv. þýskum fréttum er farið að bera á skorti á ýmsum lyfjum þar í landi. Þau eru nefnilega framleidd í Kína.
Er "glóbalíseringin" kannski komin út í öfgar?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.