6.4.2020 | 08:53
Þegar ekið var út í kant í Noregi til að hlusta.
Vel má vera að nákvæm rannsókn með tónlistarsérfræðings með talningu á töktum og tónum á lögunum Sðknuður og You raise me up leiði í ljós, að ekki sé um brot á höfundarrétti að ræða varðandi líkindi þessara laga.
Svipað geti orðið uppi á teningnum varðandi þriðja lagið og það elsta, Londonderry air.
Persónulega finnst mér þó vera sá munur á, að þegar ég heyrði lagið Söknuð í fyrsta sinn, kom mér Londonderry air alls ekki hug, hvorki þá né síðar við endurtekna hlustun á báðum lögunum.
Öðru máli gegndi um það þegar ég heyrði fyrst lagið You raise me up í bílferð um Noreg.
Mér hnykkti það mikið við, að ég hækkaði í útvarpinu og ók út á vegarbrún til að stansa og drepa á bílnum, svo að ég gæti trúað minúm eigin eyrum.
Hvaða útlendingur hafði gert enskan texta við lag Jóhanns, en söng það síðan alls ekki rétt, heldur prjónaði inn í það röngum laglínum að hluta?
Á þessum tíma var "norska lagið" nýkomið út og rauk upp vinsældalista beggja vegna Atlantshafsins, og líkindi þess við Söknuð voru einstaklega sláandi.
Síðan þá er það ekki vafi í mínum huga, að Jóhann eigi skilið að vinna höfundarréttarmál sitt, jafnvel þótt norska lagið hafi ómeðvitað orðið svona líkt lagi Jóhanns.
Máli Jóhanns vísað frá dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.