Trump: WHO ber ábyrgð á minnst 95% dauðfalla af völdum COVID-19.

Línur hafa heldur betur skýrst á fundi Bandaríkjaforseta í dag, þar sem hann fór mikinn. 

Samkvæmt frétt dagsins, sem barst á ljósvakann um ellefuleytið að íslenskum tíma, hefur forsetinn komist að því að WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, beri beina ábyrgð á að minnsta kosti 95 prósentum af öllum dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar, ef ekki enn meira, og eigi að sæta ábyrgð fyrir það.

Forsetinn ætlar að láta ríkisstjórn sína stöðva framlög til stofnunarinnar verði á meðan "farið sé yfir það, hvernig stofnunin hafi brugðist í baráttunni gegn kórónuveirunni og reynt að hylma yfir útbreiðslu hennar."

En þarf þess nokkuð, úr því að Trump veit þetta manna best og er meira að segja með útreikninga á því hve mikil ábyrgð WHO sé?

Línurnar virðast heldur betur hafa skýrst ef hinn eini sökudólgur er fundinn og meira að segja búið að reikna út, að WHO hafi margfaldað fjölda látinna minnst tuttugufalt. 

Nú geta forsetinn og ríkisstjórar vestra hætt að karpa um það hvorir hafi ekki staðið sig sem skyldi úr því að allt, eins og það leggur sig, er WHO að kenna. 

Eða eins og þeir Bud Abbott og Lou Costello sögðu í frægu spjalli: "Who´s on first". 

Forsetinn varpaði upp alls konar ágiskunartölum um framleiðslu á sjúkrarúmum og sögum af auðum spítölum og ónotuðu sjúkraskipi og ekki síst var honum hugleikin talan 2,2 milljónir látinna í Bandaríkjunum, sem sett hefði verið fram sem ágisksun varðandi verstu niðurstöðu. 

Hróðugur endurtók hann það, sem virðist eiga að verða veganesti fyrir hahn í kosningabaráttunni á árinu, að hann muni sjálfur persónulega bjarga lífi mörg hundruð þúsunda manna. 

Á þennan hátt stillir hann upp einföldu módeli, sem hafa skuili í huga: WHO beri ábyrgð á  dauða hundruð þúsunda manns, og hann sjálfur muni bjarga lífi hundruð þúsunda manna gott ef ekki hátt á annarri milljón manna. 

Slíkur afreksmaður getur ekki annað en undið stórsigur í kosningum, er það ekki?


mbl.is Trump hjólar í WHO og hótar að stöðva fjárframlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af hverju eru allar þínar færslur um Donald Trump, Ómar?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2020 kl. 00:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég renndi snöggt yfir allar færslur mínar síðustu sex daga, alls þrettán færslur í röð, og aðeins ein þeirra var um það sem Trump er að gera. Allar hinar færslurnar eru um fjölda ólíkra málefna, innan lands og utan, svo að spurning þín er dálítið sérkennileg með fullyrðingu um að ég skrifi ekki um neitt nema Donald Trump og annarri fyrr í dag um það að ég sé haldinn "sjúklegu hatri" á honum. 

Nú var ég að ljúka við að skoða upptöku af klukkustundar löngum fundi hans af þeirri einföldu ástæðu, að hann sakar Alþjóðaheilbrigðisstofnunina beinlínis um að bera ábyrgð á dauða nær allra, sem látist hafa vegna veirunnar og bætir því við að hann sjálfur persónulega hafi bjargað lífi mörg þúsund manna með flugbanninu á Kína. 

Ég minnist þess ekki að nokkru sinni fyrr hafi verið bornar jafn alvarlegar ásakanir á hendur alþjóðlegri stofnun með yfirlýsingu um að slá hana niður, svo alvarlegar ásakanir, að það virðist ekki hafa verið tekið eftir því við frásögn fjölmiðla af fundinum, að hann ætlar að líka að "hjóla í" Alþjóða viðskiptastofnunina.  

Ómar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 01:17

3 identicon

Skil ekki þessa þörf á að kvarta yfir því að skrifað sé um Trump.

Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2020 kl. 07:14

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Og Þér dettur ekki í hug Ómar að þessar ásakanir á hendu WHO sem Trump vill út af borðinu áður en BNA borga meira gætu verið sannar ?

Áskanirnar koma í grunnin frá NIH og Trump er að bregðast við því.

Guðmundur Jónsson, 15.4.2020 kl. 09:18

5 identicon

Sæll Ómar.

Það er vor í lofti og grundin
undir Hvíta húsinu bráðlifnar
í þessu stærsta, mesta og voldugasta
ríki jarðarinnar; forsetinn vakur og þýðgengur
opinberar heimsbyggð allri boðskap sinn, bregður
á leik og atast í Kínverjum og brölti þeirra
til valda í Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, stríðinn
og hrekkjóttur sendir hann demókrötum tóninn og
vonarskjóna þeirra Joe Biden sem sagður er dettinn og
minnislaus og óttast það mest að hann gleymi því
hvort hann er í framboði í Þýskalandi eða Bandaríkjunum.

Allt eru þetta skemmtilegir hrekkir í anda vorkomunnar
og enginn veit hvað verða vill en seiðkerlingar á helsta fjölmiðli landsins
spá Joe Biden, þessum uppvakningi og svefngengli, skipstjóratign
á Botníu sem í þetta sinn muni dæmd til siglingar um höfin 7
um eilíf ár; draugaskip demókrataflokksins þar sem drýslar og djöflar
dansa um hvern raft, rá og reiða á sæljóni þessu; vargar í véum.

Nú er að bíða kvöldsins er enn einusinni steini er velt frá munna
og lúðrar og básúnur hljóma og englar stíga um stiga af festingu til jarðar í dýrðarjóma sínum þá er Donald J. Trump
kynnir fagnaðarboðskap sinn.

55 Trendy wedding decorations table white center pieces #wedding

Húsari. (IP-tala skráð) 15.4.2020 kl. 11:21

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

 

WHO brást hlutverki sínu.

Taiwan accused the World Health Organization of downplaying the spread of the coronavirus from China and released an email sent to the UN agency in December questioning whether COVID-19 could be transmitted from person to person, according to reports.

Apparently, the country sent the WHO an email to warn them about the dangers of the coronavirus, but their message went unheeded...

WHO ignored warnings from Taiwan and continued to reiterate Chinas false talking points – that “there was no evidence of human-to-human transmission” of the novel pathogen even as late as Jan 14.

Benedikt Halldórsson, 15.4.2020 kl. 12:14

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur verið rakið skilmerkilega á þessari síðu alveg frá því að fyrstu myndir bárust úr snjallsímum í Wuhan, hvernig kínverks stjórnvöld brugðust harkalega við veirunni með kúgun og ofsóknum gegn þeim sem vöruðu við veirunni, meðal annars lækninum, sem fyrstur gerði það og lét lífið af hennar völdum. 

Ómar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 12:22

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ok, en WHO brást ekki bara Taiwan heldur öllu mannkyni með því að hunsa aðvaranir frá Taiwan.

Benedikt Halldórsson, 15.4.2020 kl. 12:30

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það voru að berast "fréttir"Svíar hafa misst stjórn á veirunni. Síðasta sólarhring létust 170 í Svíþjóð en 17 í Bandaríkjunum.

Svo að segja allir "frétta" miðlar hafa einblínt á mistök Trumps sem vissulega eru mörg. Dag eftir dag er þuldar um samhengislausar tölur um dána í USA og látið að því liggja að það sé vonda kallinum honum Trump að kenna.  Alvarlega veikir eru enn of margir í Svíþjóð sem ekki veit á gott. 

........Látnir............alvarlega veikir......látnir per milljón.......................... 

................................

Sweden...1,203..................954......................119

USA.....26,064................13,473......................79

Benedikt Halldórsson, 15.4.2020 kl. 12:48

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér er sagt að vitað hafi verið að vírusinn dreifði sér stjórnlaust.

Reyndum við flestir að ímynda okkur að allt væri í lagi?

Stóðum við ekki vaktina.

Við verðum að læra betur um veröldina

Við vitum að flestar ef ekki allar stofnanir Sameinuðu  Þjóðanna er stjórnað af einræðis ríkjunum.

Hver segir satt?

Geta bakstjórnir, einræðisstjórnir sagt satt?

Segjum við satt?

Ég reyni að benda ekki á augljósar staðreyndir, segi ósatt, segi ekki satt.

000

5 ways Trump could make China pay for coronavirus

April 14, 2020

https://thehornnews.com/5-ways-trump-could-make-china-pay-for-coronavirus/

Chinese media outlets have admitted that Communist officials knew the virus, which originated in Wuhan, was spreading like wildfire. If they’d been honest, they could have prevented at least 95% of the world’s COVID-19 cases.

000

Kína samtals, bætt við sig, 6 milljón ferkílómetrum, land Tíbet og hafsvæði. Nær 800 km suður og langt inn í 200 mílna landhelgi Víetnam, Indónesíu, Malasíu, Bruney, og Filipseyja. Nasistar réðu mest 3,9 milljónum ferkílómetra í Síðari heimsstyrjöldinni.

Jónas Gunnlaugsson | 5. febrúar 2019

Egilsstaðir, 15.04.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.4.2020 kl. 12:58

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt er: Trum hefur íað að því að halda aftur af stuðningi við WHO þar til rannsókn á framfeði þeirr er gerð. Aðalkrafa hans er að yfirstjorn samtakanna verði rekin fyrir að vera klapplið kínverja, sem bæði hafa mært og og verið klapplið Kínverja í upphafi kreppunnar. Þeir bergmáluðu falskar upplýsingar um að lítil hætta stafaði af veirunni og meira að segja að hún smitaðist ekki milli manna. Þetta þvaður hefur líklega kostað tugþúsundir mannslifa, þar sem viðbrögð í upphafi eru mikilvægust.

Trump var fyrstur til að loka á ferðir milli Kina og bandaríkjanna og fékk hraustleg mótmæli frá WHO, sem og demókrötum í USA. Biden hefur nú sent Trump afsökunarbréf fyrir að hafa kallað hann víðáttufælinn rasista vegna þessa.

Enn og aftur. Fakttékkaðu hlutina áður en þú étur þá upp eftir hlutdrægum miðlum. Þú þarft ekki nema mínútu á google til þess.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 13:17

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistillinn er "étinn upp" beint úr klukkustundar blaðamannafundi Trumps og lesinn af vörum hans og rödd. Það tók klukkustund i stað þess að gúgla það á einni mínútu. 

Þeir, sem stanslaust saka mig upp að "éta upp lygar" úr hlutdrægum fjölmiðlum verða að finna eitthvað annað en það til þess að saka mig um að fara með fleipur.   

Ómar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 13:51

15 Smámynd: Halldór Jónsson

varðandi WHO. Þessi stofnun beið alltof lengi og trúði Kínverjum blint þegar þeir lugu sem mestu.

Ef ekkert verður gert í sóðaskapnum á opnu matarmörkuðum í Kína þar sem flækingshundar éta leðurblökur þá er Kína tifandi tímasprengja sem er ógn við allt mannkyn.

Allt tal um Belti  og Braut er innantómt meðan Kínverjar vilja ekki í einlægni gera eitthvað til að minnka vírusaframleiðslu sína með því að breyta matarmeðferð sinni. Væri það ekki í þágu þeirra sjálfra að reyna að gera eitthvað til bættrar lýðheilsu?

https://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/entry/2248705/

Trump er ekki bara með einhliða skepnuskap þegar hann segist eiga sitthvað vantalað við WHO áður en hann borgi bara meira.

Halldór Jónsson, 15.4.2020 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband