Tækni og vísindi gefa vonir og efla alla dáð.

Ein af mótsögnum sögunnar felst í því, að oft eru það neikvæð atriði eins og styrjaldir og hamfarir, sem leiða af sér mestar tæknilegar framfarir, og enda þótt tækniuppgötvanir gagnist upphaflega á þröngu sérsviði, geta þær valdið jafnvel enn meiri framförum víðar. 

Dæmi um þetta eru þau miklu framfarastökk í flugi, sem tekin voru í báðum heimsstyrjöldunum. 

Um algera byltingu var að ræða á áratugnum 1910 til 1920, sem hófst á fyrsta fluginu yfir Ermasund en endaði með aflmiklum og stórum flugvélum. 

Ekki urðu framfarirnar minni á næstu árum á undan Seinni heimsstyrjöldinni, á árabilinu 1937-47, þegar flugvélahreyflarnir ruku úr um það bil 700-1000 hestöflum upp í 2500 hestöfl og enn aflmeiri þotuhreyfla, hraði flugvélanna tvöfaldaðist og stærðin sömuleiðis, auk þess sem langdrægnin þrefaldaðist. 

Nú stendur yfir mesta stríð sögunnar við farsótt, og nýjasta tölvu- og samskipta- og staðsetningartækni sem er að skapa nýja smitrakningarmöguleika gefur vonir um byltingu í gerð "vopna" til að fást við slíkar ógnir. 


mbl.is Bylting handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessar framfarir sem féréttin greinir frá er um eftirlit af þeirri gerð sem flokkað var undir "njósnir" allt fram á þessa öld þegar farið var að kalla njósnir öryggi.

Nú eru notuð veira og vúddú vísindi sem kallast smitrakning til að fá fólk til þess að samþykkja eftirlitið með t.d. smitrakningar-appi og látið sem þarna sé um íslenskt hugvit að ræða þegar þetta er í raun glóbalt.

Við sáum það eftir 9. september að heimsbyggðin samþykkti eftirlitsmyndavélar um víðan völl til að fylgjast með hryðjuverkamönnum, t.d. ganga allir nú í gegnum gegnum flugstöðvar á sokkaleistunum með buxurnar á hælunum og beltið í bakka, grunaðir um hryðjuverkaáform.

Nú er njósnatæknin komin á það stig með 5G tækninni að hægt er að láta hverja lifandi veru bera á sér eftirlitsmyndamyndavél sem sendir upplýsingar í rauntíma af hverjum fersentímetri á jörðinni.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2020 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband