Hæ! Ameríski seðlabankastjórinn: Aðalatriðið að forðast gjaldþrot og uppsagnir!

Bankastjóri í Seðlabanka Bandaríkjanna í Minneapolis var í athyglisverðu viðtali í sjónvarpsþættinum 60 mínútur um daginn. 

Hann var einn af innstu koppum í búri eftir bankakreppuna 2008 og sagði tala af djúpri reynslu og verða að segja það hreint út, að menn hefðu verið alltof ragir við að ganga rösklega til verks við að bjarga fyrirtækjum og heimilum þá og þessi seinagangur hefði valdið stórtjóni.  

Það væri lærdómurinn eftir á, og að nú yrðu menn að nýta sér þessa dýrkeyptu reynslu og spara í engu við að setja stórfé í aðgerðir til þess að bjarga sem allra flestum fyrirtækjum og heimilum frá gjaldþroti og þar með að koma af dirfsku og myndarskap til hjálpar á þann hátt, að sem allra fæstir misstu atvinnuna. 

Hann margendurtók þetta og útskýrði ástæðuna, sem væri fyrrnefndur lærdómur eftir 2008. 

Þá hefði verið sýnd alltof mikil varfærni og seinagangur, og fyrir bragðið hefði kreppan á eftir orðið mun verri og langvinnari en hún hefði þurft að vera. 


mbl.is Fyrirtækin eigi að fara á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Leiðin til að bjarga atvinnulífinu er að aflétta hömlum sem hindra neyslu. Það að stöðva svo stóran hluta einkaneyslunnar veldur langtum, langtum dýpri kreppu en varð 2008. Hún verður svo djúp að það er engin leið fyrir ríkið að ráða við hana. Hér er t.d. mikill fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja að fara í þrot. Ef það ætti að bjarga öllum þessum fyrirtækjum, vitandi að það eru væntanlega tvö ár í að greinin taki við sér, myndi ríkissjóður tæmast á nokkrum vikum eða mánuðum.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2020 kl. 22:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ferðaþjónustunni er ekkert hægt að bjarga.

Ekki frekar en húsunum sem lentu undir hrauninu í Eyjum.

Tjónið er orðið, en margir eiga erfitt með að horfast í augu við það.

Gjaldþrotalögin hafa ekki verið afnumin og mörg fyrirtæki eru núna í hrönnum að lýsa yfir ógjaldfærni opinberlega. Að gefa ógjaldfært fyrirtæki ekki upp til gjaldþrotaskipa er lögbrot sem getur verið refsivert.

Framundan er stærsta hrina skilasvika í sögu lýðveldisins.

Með blessun þeirrar ríkisstjórnar sem fer með völdin.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2020 kl. 22:45

3 identicon

Ég heyri mikið um að verið sé að öskra à hjàlp frà ferðaþjónustuaðilum af öllum toga en ég heyri aldrei um hvernig ætti að aðstoða þau.

en það er löngu vitað að það er ekki hægt að hjàlpa öllum

Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2020 kl. 22:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar einhver rekstur hefur enga viðskiptavini lengur þá þarf bara því miður að loka honum. Það er eðlilegur gangur hlutanna.

Eða væri einhver skynsemi í því að reka VHS myndbandaleigur út um allt á ríkisstyrkjum? Eða símaklefa? Hvar ætti það að enda?

Ef VHS spólur eða skífusímar myndu af einhverjum ástæðum komast í tísku seinna þá myndu alveg örugglega spretta upp fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfðu sig á því sviði. Eins og gerist alltaf.

Minkabúin minnkuðu og minnkuðu þar til þau voru búin. Það sama hefur núna komið fyrir ferðaþjónustuna. Því miður er það raunin.

Ferðaþjónusta á eflaust eftir að lifna við í framtíðinni, en þá er líka betra að hún geri það frá núlli, heldur en hlaðin skuldum og uppsöfnuðum vanda vegna einhvers sem gerðist í fortíðinni.

Það er ekki góð hugmynd að henda peningum inn í gjaldþrotahít.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2020 kl. 23:11

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki bara ferðaþjónustan sem hrynur. Hótel og veitingastaðir leigja húsnæði. Húsnæðið er í eigu fasteignafélaga. Fasteignafélögin skulda bönkunum.

Fólkið sem vann í ferðaþjónustunni fer á bætur. Tekjur þess minnka mikið. Það hættir að geta greitt af húsnæðislánum.

Fyrirtækin sem selja ferðaþjónustunni aðföng og búnað tapa tekjum. Þessi fyrirtæki skulda líka fé og leigja húsnæði.

Afleiðingin af þessu öllu getur hæglega orðið djúp bankakreppa. Bankar jafnvel farið í þrot. Og verður ríkissjóður þá fær um að bjarga þeim?

Vandamálið við þessa kreppu núna er að hún mun hafa svo gríðarleg áhrif. Miklu meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Íslenska ríkið stendur bærilega, en fjöldamörg önnur ríki gera það ekki. Og það eru ekki bara efnahagslegu áhrifin sem við finnum fyrir. Nú spá SÞ því fjöldi þeirra sem lifa undir hungurmörkum tvöfaldist - aukist um 130 milljónir. Það er vegna viðbragða við pestinni.

Það er að byrja að koma í ljós hvað ferða- og útgöngubönnin voru slæm hugmynd. Og það á eftir að koma betur í ljós. Og það á eftir að gerast hraðar en við ímyndum okkur núna. Það er bara ein leið til að bjarga málunum. Hún er sú að afnema öll þessi bönn strax og taka afleiðingunum af pestinni. Því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 00:17

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkið á ekki að "bjarga" neinum rekstri sem er augljóslega ósjálfbær. Því miður verða einhver fyrirtæki að fara í þrot en það er bara órjúfanlegur hluti hins kapitíaliska regluverks sem hefur verið komið upp í kringum rekstur hlutafélaga með takmarkaðri ábyrgð hluthafa.

Regluverkið á að virka á rigningardögum eins og sólskinsdögum.

Margt á eftir að fara í þrot en upp úr því á eftir að vaxa margt annað og nýtt. Þannig verða framfarir. Þannig gengur náttúran.

Stjórnmál geta ekki breytt gangi náttúrunnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2020 kl. 01:20

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er vond hugmynd að láta ríkið bjarga fyrirtækjum.

En það er líka vond hugmynd að láta ríkið stöðva efnahagslífið.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 09:41

8 identicon

Já - en það er líka vond hugmynd að láta sóttina ganga yfir nánast óhefta.

SH (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 09:49

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ef við hefðum ekki reynt að hæja á veikinni, þá hefði heilbrygðiskerfið hrunið og ennþá fleiri dáið.

Þetta hefði hægt á hagkerfinu, þegar fólkið hélt sig mest heima.

000 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem pestin kemur að austan.

Þegar Konstantínópel féll 1453, þá hafði pestin geisað í löndunum. 

Íbúum Aust-Rómverska ríkisins, hafði fækka mjög, og þá fylgdu herir Ottóman ríkisins á eftir eða með veikinni og yfirtóku löndin. 

Þá réði Konstantínópel ekki lengur yfir löndum eða fólki til að verja borgina.

Það endaði með því að aðeins tíu þúsund manns voru eftir til að verja Konstantínópel. 

Enginn kom til hjálpar, menn vissu af veikinni. 

Í Ottóman Ríkinu, voru menn orðnir nokkuð ónæmir fyrir veikinni, en þeir gátu dreift veikinni. 

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2248053/

 

Egilsstaðir, 23.04.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.4.2020 kl. 11:55

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru miklu fleiri að fara að deyja vegna viðbragðanna en vegna sjúkdómsins sjálfs.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 13:03

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2020 kl. 13:17

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fylgist þú ekkert með fréttum? Það er áætlað að fjöldi þeirra sem lifa undir hungurmörkum tvöfaldist vegna hinna heimatilbúnu efnahagsþrenginga, fari í 130 milljón manns. Nú þegar deyja 9 milljón manns úr hungri í heiminum. Og þá erum við auðvitað ekki að telja með alla þá sem munu til dæmis falla fyrir eigin hendi vegna vonleysis þegar þeir missa vinnuna og hætta að geta framfleytt sér, missa húsnæði sitt og svo framvegis.

Það dugar ekki að hugsa alltaf bara til næsta dags. Það er ástæðan fyrir því að rangar ákvarðanir eru teknar.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 13:34

13 identicon

Við vitum ekki hve margir myndu deyja ef sóttin væri látin hafa sinn gang.

SH (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 14:58

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við getum alveg gert okkur bærilega góða hugmynd um það.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 21:47

15 identicon

Það getum við gert eftir nokkrar vikur þegar búið verður að meta ónæmismyndunina

- sem því miður er sennilega lítil.

SH (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband