Alvöru veiki, ekki bara lungnasjúkdómur.

Það eru raunar vatnaskil í aðgerðum gegn COVID-19 ef sú niðurstaða ítalskra lækna er rétt, að kórónaveiran, sem veldur farsóttinni ráðist á allan líkamann en ekki bara lungun, og að hún geti valdið óbætanlegu líkamstjóni hvar sem er. 

Bonsonaro og Trump, þjóðarleiðtogar samtals 540 milljóna manna hafa reynt að tala veikina niður og í frétt í gær lýstu talsmenn stórra fjárfestingafélaga á Wall street yfir sérstaklegri ánægju með það að forsetinn hefði bjargað því sem bjargað varð fyrir þá.

Þar skín í gegn sú hugsun, að það, sem sé gott fyrir Wall street og GM sé gott fyrir Bandaríkin. 

Þessi kórónaveiki er líka þess eðlis, að hún kemur misjafnlega fram í sjúklingum, og á það oft til að stórversna á örstuttum tíma.  

Eitt af óteljandi dæmum er maðurinn í Texas, sem fór í svonefnt Covidpartí þar sem sjúklingar með veikina áttu góða stund.  

En manni þessum elnaði óvænt sóttin og lést af völdum hennar. 

 


mbl.is „Versta tilfinning í lífi mínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband