Ýmsu má hagræða varðandi hjólin og gæta að samræmi og eðli máls.

Rafhlaupahjól eru kærkomin viðbót í samgöngutækjaflotann hér á landi, og rafknúnum hjólum sem eru stærri hefur líka fjölgað.Rafhlaupahjól

Brýn nauðsyn er hins  vegar að hagræða ýmsu í reglum um hjól í umferðinni, og gildir það um fleira en rafhlaupahjól. 

Eðlilegast er að um þau gildi svipaðar reglur og rafreiðhjól eða reiðhjól, og einnig þarf að gæta samræmis á milli rafreiðhjóla og flokks 1 af vélknúnum léttbifhjólum með 50cc hreyfil og 25 km/klst hámarkshraða, sem ekki eru tryggingaskyld. DSC08825

Rafhlaupahjólin falla ágætlega inn í umferð reiðhjóla og léttbifhjóla á hjólastígum, en síður á gangstéttum þar sem fólk er á gönguhraða. 

Í Danmörku er hámarkshraði rafreiðhjóla og léttbifjóla í 1. flokki 30 km/klst í stað 25 km/klst eins og víða er, og þar með falla þessi hjól í Danmörku mun betur inn í umferðina í 30 km/klst götum en hér á landi. 

Rafknúin léttbifhjól með hámarkshraða 45 km/klst og útskiptanlegum rafhlöðum eru einhver hagkvæmasti kosturinn á þessu sviði núna, og er stærð þeirra miðuð við flokk 50 cc bensínknúinna hjóla.  

Þessum hjólum má með stillingu á breyta á einfaldan hátt í hjól með 65-70 km/klst hámarkshraða, en þá hækka þau í flokki og tryggingarnar verða mun dýrari. Það er í raun ósanngjarnt, því að með 65-70 km/klst hámarkshraða falla þau á mun öruggari hátt inn í umferð með 50-80 km hámarkshraða í þéttbýlinu heldur en með lægri hraða. 

Þetta mætti skoða hér. Náttfari og Znen f8

Auk þess mætti skoða að samræma betur reglur um rafreiðhjól og léttbifhjól en nú er. 

Núna mega rafreiðhjólin vera með mest 250 vatta afl, en léttbifhjólin eru með fjórum sinnum meira afl. 

Núna er bannað að hafa handaflgjöf á rafreiðhjólum, en leyft á léttbifhjólunum þótt þau séu allt að fjórum sinnum þyngri og kraftmeiri! 

Í einstaka löndum í kringum okkur eru leyfð 350 eða 500 vött, og einnig handgjafir. 

Léttbifhjól með bensínmótor í svonefndum A1 flokki í Evrópu eru með ýmsar ívilnanir, sem ekki eru hér. 

Ástæðan er sú, að þessi hjól mega ekki vera með aflmeiri hreyfil en 15 hestöfl, eru aðeins rúm 100 kíló að þyngd, ná flest ekki meira en 100 km/klst hraða og eyða 2-2,5 lítrum af bensínið á hundraðið.  Léttir, Þingv.vatn

Þau eru tíu sinnum ódýrari og 12-20 sinnum léttari en rafbilar, og ef allt kolefnisspor varðandi þau er tekið saman, fara þau langt í að vera með jafn lítinn útblástur og rafbílar og ættu því alveg eins að fá niðurfellingu á virðisaukaskatt. 

 


mbl.is Eru ekki örugglega allir á gönguhraða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband