25.8.2020 | 23:49
Besti Bondinn?
Kannski var það nýjabrumið í fyrstu Bond-myndunum, sem olli því, að Sean Connery varð besti Bondinn í huganum þegar fleiri fóru að fást við að leika þennan litríka agent hennar hátignar. Connery sýndi meiri breidd í persónuleikanum, allt frá sjarma og húmor, yfir í hæðni og hörku, en Roger Moore var ekki eins töff, heldur of sætur og settlegur.
Og karlmennskulegt útlit Connerys gerði leikkonurnar, sem léku á móti honum, að mestu kynbombum allra Bondmynda.
Sumir, sem léku Bond síðar, svo sem David Niven, áttu litið erindi í hlutverkin.
Hinn upprunalegi Bond níræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Connery kemst tvímælalaust næst þeim Bond er Flemming lýsir í sínum bókum. Moore kom með meiri húmor inn í myndirnar og vissulega gaman að horfa á þær líka. Þegar Dalton var fenginn í hlutverkið fóru myndirnar að fjarlægjast sögur Flemmings og í dag er einungis nafn Bond sem er eftir.
Svo má auðvitað ekki gleyma þeim allra fyrsta, Barry Nelson. En hann var bara svona "Texas Bond".
Gunnar Heiðarsson, 26.8.2020 kl. 08:32
Reyndar má taka fram að í leiktíð Roger Moore var himinn og haf á milli myndanna og bóka Flemings. Bókin "Moonraker" og myndin eiga ekkert sameiginlegt og hið sama má segja um bókina "The Spy Who Loved Me" og smásöguna "A View to a Kill".
Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.8.2020 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.