Hjólastígakerfið er enn gloppótt víða þrátt fyrir uppbyggingu.

Hjólastígar eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði hér á landi ef miðað er við kerfi þeirra og notkun hjóla í öðrum löndum.Hjólastígur Geirsnef.

Þetta blasir að minnsta kosti víða við á þeim slóðum sem síðuhafi hefur farið um síðustu fimm ár, en þær teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 

Sums staðar eru að vísu nýgerðir ágætis stígar, en viðhaldinu er ábótavant og meira að segja hægt að segja að útmáðar merkingar hafi valdið einu beinbrotsslysi á sjálfum stígnum um Geirsnef. DSC00893

Þetta er að því leyti til skiljanlegt þegar litið er til þess hve stutt er síðan uppbygging kerfisins hófst. Það þýðir hins vegar að úrtöluraddir um að skera niður framlög til stíganna og hætta henni jafnvel alveg eru hvorki sanngjarnar né skynsamlegaar. 

Vel mætti huga að því að hafa fjölförnustu stígana breiðari en 2,5 metra. 

Hjá Akureyringum varð niðurstaðan sú að breikka stíginn suður frá Akureyri upp í 3 metra. 

Í Danmörku eru hraðatakmörkin 30 km/klst í stað 25 hér.Náttfari og Znen f8

Það helgast af því, að þar sem aðstæður eru þannig að bílar og hjól eru saman í umferðinni og að sú umferð blandast betur saman ef farartækin geta öll verið á svipuðum hraða. 

Í Ameríku er hraðinn 32 km/klst. 

Með tilkomu rafreiðhjóla hefur í notkun þeirra loksins risið sú bylgja, sem ætlunin var sumarið 2015 að hvetja til með því að fara á rafreiðhjólinu Sörla frá Akureyri til Reykjavíkur 430 km leið fyrir Hvalfjörð á innan við tveimur sólarhringum fyrir aðeins 115 krónur í orkukostnað. 

Stundum tekur það mörg ár að koma skilaboðum áfram í ýmsum efnum, og í fjögur ár gerðist lítið. 

En síðan fór að lifna yfir þessum hressilega, ódýra og umhverfisvæna ferðamáta og er það vel. 


mbl.is Hjólreiðafólk á að nýta hjólreiðastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband