Sólarlag Trumps eða sólarupprisa hatrömmustu rimmu hans?

Sólarlagið í Reykjavík í mistri og firrð í vestri, sem blasir við þegar fylgismenn Bidens fagna í Bandaríkjunum er táknrænt fyrir þá stund sem nú er runnin upp, því að nú hafa fjölmiðlarnir ákveðið samkvæmt gamalli venju að komin sé stundin þegar rétt og tímabært sé að lýsa yfir því, hver hafi haft betur í forsetakosningunum.Sólarlag Trumps  

En jafnframt er ekki annað að heyra en að hörðustu fylgismenn Trumps ætli að hefja einstæða baráttu fyrir því að kosningarnar verði lýstar ógildar sem nemur að hann hafi fengið fleiri kjörmenn og haldi því áfram völdunum. 

Það verði gert vegna þess að í kosningunum hafi verið haft í frammi "mesta stjórnmálamisferli í Sögu Bandaríkjanna". 

Slíkur bardagi, hugsanlega næstu vikur og mánuði, yrði án fordæma í sögu landsins, en ef Kamala Harris verður varaforseti, eru það líka alger tímamót í sögu BNA. Sólarlag upprisa.

Hvað snertir boðaða baráttu Trumps, hefur þegar komið í ljós klofningur í röðum áhrifamanna í Repúblikanaflokksins, en ef að líkum lætur miðað við baráttu Trumps hingað til gegn forsetum landsins, mun það varla stöðva hann.  

Að minnsta kosti var hann óhræddur við að hefja einn og sér mikla herferð árum saman á hendur Barack Obama á sínum tíma með ásökunum um að framboð Obama hefði verið kolólöglegt og hann þess vegna ólöglegur í embætti.  

Kannski verður það enn ein fordæmalaus uppákoman í bandarískum stjórnmálum, að forseti landsins hafi hamast gegn bæði forvera sínum og eftirmanni í þá veru, að þeir hafi verið valdaræningjar. 


mbl.is Trump boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Elísabet drotning er sá þjóðarleiðtogi sem nýtur mestrar virðingar í heiminum í dag. Þegar nýr forsætisræðaherra tekur við þá fær hann að rölta með drotningu og hundunum hennar um garða Windsor kastala og hafi þeir ekki veirð það áður þá verða ráðherranir auðmjúkir þegnar hennar drotningar eftir þennan göngutúr.

Trump hefur ekki viljað taka neinni leiðsögn frá neinum og það er miður en við skulum muna að batnandi mönnum er best að lifa og í öllum er góðmenska

Grímur Kjartansson, 7.11.2020 kl. 20:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ýmsir verða nú til að spá því, að ef Trump verði óbreyttur borgari eftir 20. janúar verði hann mildari og ekki eins mikið á hægri kantinum og hann hafi verið. 

Það byggja þeir á fyrri ferli Trumps og því, að hann hafi með sem mestan frama sinn í huga leitað að fylgi meðal þeirra þjóðfélagshópa, sem óánægðastir voru með versnandi hag sinn á síðustu árum. 

Ef hann fari út á nýjan vettvang í því sem hann hefur verið bestur í, sjónvarp og "sjó", þurfi hann ekki að róa á sömu mið og undanfarin fimm ár.  

Ómar Ragnarsson, 8.11.2020 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband