Hugsanlegt að eftirhermur líftryggi skotspæni sína?

Ofangreindri spurningu var eitt sinn varpað fram fyrir rúmum fjórum áratugum. 

Eftirhermunni sem bryddaði á þessari hugmynd gerði það í hálfkæringi við einn af þekktustu stjórnmálamönnum þjóðfélagsins, sem var að láta taka af sér andlitsfarða í sminkherberginu eftir upptöku í umræðuþætti í Sjónvarpinu.  

Spurningin kom upp í tengslum við skeggræður um misjöfn viðbrögð hinna þjóðþekktu við því að hermt væri eftir þeim. Einstaka væri ekki alltaf fyllilega ánægður með meðferð eftirhermunnar, en flestir væru hins vegar ánægðir. 

Þó mætti heyra hjá sumum, að þeir væru óánægðir með það að ekki væri hermt eftir þeim eins og hinum. 

En eftirhermur gætu auðvitað lent í vanda ef ekki væri hægt að herma eftir nógu mörgum. 

"Það getur til dæmis verið mikill missir viðfangsefna fyrir eftirhermu og jafnvel óbeint tekjutap ef of margir þeirra, sem best liggja við höggi, falla úr leik."

Stjórnmálamaðurinn sem þetta var sagt við, var hins vegar ekki ánægður með þessi vanhugsuðu orð og fannst þetta hvorki fyndið né viðeigandi. 

Enda engin furða og hugmyndin galin að minnast á þetta. Hann var aldursforseti Alþíngis. 


mbl.is Himinlifandi með að missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Á þessu er líka annað sjónarhorn, að stjórnmálamenn tryggi sig
fyrir eftirhermum því þær geta farið
fram úr sjálfum sér eða skiptir þær engu máli
þó að sá sem hafður er að skotspæni sé útmálaður
vikum og árum saman sem hálfviti, ómerkingur og fífl.

Eitt gleggsta dæmi um þetta er Halldór Ásgrímsson, fyrrv. forsætisráðherra.

Það er flestum kunnugt sem nokkuð til þekkja
að hann tók nærri sér þar sem að honum var vegið
að þessu leyti.

Húsari. (IP-tala skráð) 11.11.2020 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband