Því ekki nafn Neymars eins og Hilmars, Óttars og Einars? Shumacher var þýskur.

Íslenskan er með mörg nöfn, sem enda á stöfunum ...ar og eru nokkur nefnd hér að ofan, Hilmar, Óttar, Einar, Gunnar o.s.frv.  Sum nöfn með þessari endingu eru af erlendum uppruna eins og Óttar og Ómar og hingað til hafa þessi nöfn verið beygð þar sem töluð er íslenska. 

Nú bregður svo við að nafnið Neymar er ekki beygt í tengdri frétt og vaknar spurning, hvað sé svona sérstakt við þetta nafn Brasilíumannsins. 

Nú eru nokkrir áratugir síðan nafn Michaels Schumachers varð heimsfrægt, en allan þennan tíma og raunar síðast í fyrradag hefur verið eins og sumum finnist þetta nafn með sínum þýska framburði ekki nógu fínt.

Síðast í fyrradag bar íþróttafréttakona nafn mannsins fram "Mækel" Schumacher.  

Hvað næst? Verður farið að kalla Íslendinga sem heita nafninu Mikael "Mækel." 

Maður bíður spenntur eftir því hvernig nafn Mikaels Torfasonar verður borið fram. 

Mækel Torfason? 


mbl.is Þrenna hjá Neymar gegn Basaksehir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband