Fokið í flest skjól ef ekki er hægt að treysta flugmálayfirvöldum.

Fyrr í pistlum á þessari bloggsíðu hefur því verið lýst hvernig flugmálayfirvöldum og flugvélaframleiðendum hefur margsinnis í flugsögunni tekist með vönduðum rannsóknum og endurbótum í kjölfar stórslysa að komast að orsökum slysanna og kalla fram endurbætur sem hafa gert viðkomandi flugvélar eins öruggar og hægt var að ætlast til. 

Þessi aðferð, allt frá stórfelldum aðgerðum vegna De Havilland Comet til afmarkaðri orsaka og endurbóta seinni tíma þotna eins og DC-10 og fleiri, hefur verið grunnurinn að því mikla öryggi sem nútíma farþegaflug býr yfir. 

Bæði Boeing verksmiðjurnar og Flugmálastofnun Bandaríkjanna stóðu sig illa varðandi það hvernig ákveðin atriði í hönnun Boeing 737 MAX voru afgreidd voru í flýti á ámælisverðan hátt, sem olli til dæmis til afsagnar yfirmanns hjá Boeing. 

Þar með liggur það fyrir, að ef flugmálayfirvöld, framleiðendur og flugrekendur hafa ekki leyst viðfangsefnin á þann hátt sem skapað hefur flugöryggi okkar tíma í þetta sinn, verður fokið í flest skjól á þessu sviði.  

 


mbl.is Aðstandendur vilja MAX-vélar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ryanair segir að þær séu þær langhagkvæmustu á markanum og pantar fleiri. 

Halldór Jónsson, 24.12.2020 kl. 02:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alaska air líka og fleiri. 

Ómar Ragnarsson, 24.12.2020 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband