Samræðustjórnmál hjá Trump og Sanders?

Undanfarna daga hefur staðið yfir eins konar skotgrafa- og störukeppni þings og forseta í Bandaríkjunum um neyðaraðstoð til þjóðarinnar vegna kórónaveirunnar.

 

Ekki í fyrsta skipti sem svipað hefur gerst í forsetatíð Donalds Trump. 

Eftir að mjög ríflegur þingmeirihluti hafði fengist fyrir aðstoð, að því er virtist á þann hátt að leita að lægsta samnefnara, neitaði Trump að skrifa undir staðfestingu á því sem hann taldi réttilega vera skammarlega lága aðstoð. 

Í hönd fór eins konar bland af sandkassaleik og skotgrafahernaði þar sem stefndi í það óefni að þeir, sem mest þurftu á þessari hjálp að halda, töpuðu mest, það er, öllu. 

En þá gerðist hið óvænta. 

Í gær fóru af stað, að því er virtist, eins konar samræðustjórnmál að frumkvæði Bernie Sanders, þar sem Sanders talaði mannamál við forsetann, ein hvern veginn svona: "Hættum nú þessum fíflagangi og náum saman. Þú skrifar fyrst undir frumvarpið svo að hjálpin geti farið í gang án frekara tjóns, og í framhaldinu samþykkjum við viðbótar ráðstafanir sem nemur upphæðinni þinni." 

Málið dautt?

 


mbl.is Trump samþykkir neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband