Kröflugosin buðu upp á fleiri en eina gossprungu. Hekla með auka gos 1981.

Kröflugosin 1980, 1981 og 1984 hófust öll með opnun einnar sprungu og myndun gígs á henni. 

Síðan bættist opnun við. 6. eldgos. Gjástykki.

Mest hraunmagn kom upp 1984 og þá opnuðust fleiri sprungur, enda var svæðið þar sem þetta hraunrennsli kon upp orðið að nokkurs konar sprungusveim. 

Gosin áttu það sameiginlegt að þau voru öflugust fyrst, en síðan dró það fljótt úr þeim að til dæmis kon upp afar lítið á að giska eins ferkílómeters hraun í því síðasta og þar myndaðist enginn gjallhóll eða gígur. 

Næst á undan því hafði gosið á sprungu við Sandmúla og á henni var nett smágígaröð lík flautu, sem liggur á jörðinni og opin snúa upp. 

Sést vel að baki hinum rauða hluta svæðisins  á neðri myndinni. 4.. eldgos.  Sandmúli

Í gosinu við Fagradalsfjall virðist hraunmagninð, sem kemur upp, hins vegar síst vera minnkandi, heldur jafnvel vaxandi ef eitthvað er. 

Þess má geta að í Heklugosinu 1980 gaus hressilega í stuttu gosi i ágúst, en síðan örstutt upp úr áramótum 1981.  

Það gos drukknaði að mestu í slæmu vetrarveðri og mátti jafnvel tala um felugos hvað það snerti. 

Í flugferð til þess að ná myndum af því gosi, fannst þó fyrir kraftmiklu uppstreymi inni í þokusúpunni og spurning hvort þetta litla og stutta gos var eins konar eftirspil af gosinu sumarið áður.


mbl.is Fjórða sprungan opnaðist í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Sá Sandmúli sem ég þekki er rúmum kílómetra austar og þar hefur eldur ekki verið uppi eftir að ísöld lauk, líkt og sjá má á jardfraedikort.is

Þegar síðast gaus í gígunum sem myndin er af skemmdust því miður og hurfu mjög skemmtilegar hraunmyndanir og minni gígar (sunnarlega í þessari gígaröð) frá gosinu þar á undan.

Kveðja að norðan

TJ (IP-tala skráð) 10.4.2021 kl. 16:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. Þarna ætti að standa "við Sandmúla", en jeppaslóðin sem liggur þarna að úr austri, fer um þetta svæði, sem kenna má við Sandmúla og er sú slóð lengri en einn kílómetri. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2021 kl. 07:14

3 identicon

Verði þér að góðu.  Reyndar þekki ég þá slóð mjög vel, enda var ég farþegi í bílnum þegar hún var fyrst farin (löngu áður en lögum um utanvegaakstur var breytt) og hef oft farið hana síðan.

TJ (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband