Löngu tímabært að hætta við að kenna drepsóttir við lönd og staði.

Nafngiftir á sjúkdómum hafa verið í miklu rugli öldum saman. Sumar drepsóttir hafa fengið tilviljanakennd nöfn tengd löndum, sem hafa sum hver ekki einu sinni verið nefnd réttilega.  

Kominn er tími til að fjarlægja staðanöfn úr þessu nafnakerfi og setja tákn, tölur eða bókstafi í staðinn. 

Eitt versta dæmið um arfavitlausa nafngift var spánska veikin, sem kom fyrst upp í Bandaríkjunum þegar Fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst, en barst með bandarískum hermönnum á vígstöðvarnar i Frakklandi þar sem hermenn frá Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi voru fjölmennastir. 

Óttast var að ef veikin yrði nefnd eftir einhverri styrjaldarþjóð myndi það hafa hættuleg áhrif á baráttuþrek hermannanna. 

Þegar pestin barst til Spánar, sem var hlutlaus, var hún umsvifalaust nefnd eftir landinu og hefur svo verið síðan. 

Á síðustu árum hafa svínaflensa, fuglaflensa, HIV og SARS veira komið til sögunnar, en sem betur fór var HIV ekki kennd við Bandaríkin eða Vestur-Afríku þaðan sem hún mun hafa komið.

Síðan hefur sigið hratt á ógæfuhliðina og heiti eins og kínaveiran, breska afbrigðið og indverska afbrigðið hertekið umræðuna. 

Er mál að linni og vonandi gefast bókstafaheitin vel, sem nú er stungið upp á. 


mbl.is Afbrigðin verði kennd við bókstafi en ekki lönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Kórónuveiran og flensan kemur frá Kína eins og flestar, ekki allar, drepsóttir og sjúkdómar. Nýjasta nýtt er að fuglaflensan er að skjóta rótum í Kína enn og aftur.  Megum við því ekki, samkvæmt orðum þinum, ekki varast staði sem hafa staðbundna sjúkdóma eða farsóttir? Ebóla er í Vestur-Afríku, svarti dauði skýtur upp kollinum á Indlandi við og við.  Er þetta ekki hefting á tjáningarfrelsi og útilokun frá að taka upplýsta ákvöðrum, t.d. um ferðalög? Var til dæmis ekki gott að vita að Ítalía var ,,grasarandi" í Covid-19 tilfellum í upphafi faraldursins og Íslendingum væri hollast að forðast landið (fyrsta bylgjan kom þaðan af skíðasvæði). 

Birgir Loftsson, 1.6.2021 kl. 09:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er munur á Því að segja skilmerkilega frá gangi drepsótta eða því að stimpla þjóðir eins og Spánverja til ábyrgðar fyrir drepsótt sem aðrar þjóðir báru til þeirra. 

Ómar Ragnarsson, 1.6.2021 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband