Bílasmíðin með tölvustýrðum róbótum fyrir áratugum. Af hverju ekki fiskurinn fyrr?

Tvær megin byltingar í bílaframleiðslu skópu framfarir í hagkvæmni í framleiðslu og gæðum hennar. 

Sú fyrri hófst á öðrum áratug síðustu aldar með hinni stórfelldu byltingu færibandatækninnar. 

Kostnaður við framleiðslu hvers bíls féll niður í brot af því sem áður var, og fyrsta afurðin, Ford T, seldist meira en allar aðrar gerðir bíla samanlagt í heiminum. 

Álíka bylting varð síðan undir lok 20. aldarinnar, þegar svonefnd vélmenni eða róbótar tóku við handverkinu við færiböndin. 

Í þeirri byltingu fleygði hagkvæmninni ekki eingöngu fram, heldur þýddi hún risaskref í að gera bílana vandaðri, betur setta saman og með með færri bilanir og bætt öryggi. 

Þetta skóp líka möguleika á að verksmiðjurnar gætu verið á miklu fleiri stöðum og í fleiri löndum en áður, svo framarlega sem hin tövustýrða róbótatækni var rétt sett upp og notuð, heldur fylgdi þessu stórfelldur sparnaður á mannafli. 

Það, sem átt hefur við bílaframleiðslu, á í stórum dráttum einnig við um úrvinnslu á fiski. 

Fyrri byltingin varð með tilkomu færibandatækni í vinnslustöðvum og frystihúsum, en síðari byltingin þar sem tölvuvædd vélmenni taka við af mannaflinu, er nú loksins að slá alveg í gegn með tilheyrandi sparnað í mannafli. 

Nú spyr saæmilega fróður um bílaframleiðslu en lítt fróður um úrvinnslu fiskjar, hvers vegna sú síðarnefnda var ekki fyrr komin á lokastig. 


mbl.is „Við erum í upphafinu á tæknibyltingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband