Ofurvígvædd þjóð þar allir þurfi að verja sig gegn "hinum."

Athyglisverð umfjöllun var sýnd hér heima í sjónvarpsþættinum 60 mínútum í gær.

Tvennt bar þar hæst. 

Í fyrsta lagi það mat þeirra, sem gerst hafa kynnt sér skotvopnaeign og skotvopnanotkun í Bandaríkjunum, að hún væri nú í fyrsta sinn komin á það stig að enginn væri lengur óhultur fyrir skotárás nokkurs staðar í þessu víðlenda ríki frelsisins. Stag2wi_

Hitt atriðið var eðli skotvopnanna, sem yrðu sífellt mikilvirkari. Var hálfsjálfvirki riffillinn AR-15 tekinn sem dæmi, en hann er í raun borgararaleg útgáfa af herriflum, herriflinum sem hafa eiginleika hríðskotabyssu og geta tæmt úr sér ótal skothylki á metttíma. 

Þessum stórvirku drápstækjum fjölgar sífellt og er áætlað að að um 90 milljón AR-15 séu í borgararlegri eign í Bandaríkjunum.   

Afköstin eru geigvænleg eins og komið hefur í ljós í fjöldamorðum með þessum vopnum. 

Með AR-15 að vopni hefur fjöldamorðingjum tekist, einum og sér í hvert sinn, að drepa allt að 60 manns og slasa 400 í einni árás. 

Kúlurnar þjóta sem skæðadrífa og dæmi eru um að það taki mörg ár að ná öllum brotunum úr sumum sem fyrir þeim verða og lifa naumlega af. Hraði skotanna úr AR-15 er fimm þúsund kílómetrar á klukkustund, meira en sexfaldur þotuhraði.   

Nú nýlega voru Texasbúar að undirbúa það að fella alveg niður skráningarskyldu á skotvopnum og fullkomna þar með það ástand, að í ljósi viðauka í stjórnarskrá Bandaríkjanna varðandi heilagan rétt hvers manns að bera á sér vopn til varnar, geti hver, sem er, eftirlitslaust vígbúist með afkastamestu morðvopnum á borð við AR-15 til þess að geta varið sig gegn "hinum" sem ráðast á fólk með slíkum vopnum. 

Hagsmunasamtökin sem sækja fast aukna sölu og eign skotvopna eru griðarlega sterk í Bandaríkjunum eins og umræðan í Texas ber vitni um, og til þeirra sótti Donald Trump óspart fylgi, og ávarpaði byssueigendurna meira að segja beint í gegnum sjónvarpið í rökræðum við Joe Biden fyrir síðustu kosningar.  


mbl.is Tíu skotárásir yfir helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu ekki að kúluhraðinn úr AR-15 sé eitthvað orðum aukinn? Skv. mínum bókum fer kúlan, .223 Rem., mismunandi eftir þyngd, frá 900 m/sek upp í 1140 m/sek.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.6.2021 kl. 10:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. 1140 m/sek er sama og 4104 km/klst og því fjandans nógur hraði samt.

Ég áttaði mig á því í morgun að ég hafði annað hvort misreiknað hraðann, sem nefndur var í 60 mínútum, eða misheyrt hann, og setti því inn 5000 km/klst, sem væri nær lagi. 

Ómar Ragnarsson, 21.6.2021 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband