"Dyngjufjöll" fyrir norðan og dyngjurnar þar jafnvel fleiri en tíu.

Norðan Vatnajökuls er eitthvert fjölbreytilegasta safn dyngjufjalla á jörðinni. Meira að segja heitir fjallabálkurinn norðan og vestan við Öskju Dyngjufjöll og þar eru tvær af þremur stærstu dyngjum landsins, Trölladyngja og Kollóttadynga. Hin þriðja er Skjaldbreiður norðan Þingvalla, og þessar þrjár bera af í dyngjuflóru Íslands. kollottadyngj_her_ubr_-togl_snaefell_1375844

Því miður var Jónas Hallgrímsson ekki í aðstöðu til þess á sinni stuttu ævi til þess að fara um norðurhálendið eins og allir jarðfræðingar hafa getað gert síðan á dögum Þorvaldar Thoroddsens, en dyngjurnar á þessu svæði eru nógu margar og fjölbreyttar að stærð til þess að skapa vanda við að kasta á þær nákvæmri tölu. Varla færri en átta en kannski fleiri en tíu. 

Ef hann hefði getað gert það, er vel líklegt að snilldarljóð um Þjóðarfjallið Herðubreið, Öskju, dyngjurnar stóru og mörgu og fjallasalinn allan hefði orðið til.

Á myndinni hér við hliðina má sjá dyngju fremst, Kollóttadyngja, Herðubreið, móbergsstai, Herðubreiðartögl, gígaröð, og Snæfell í baksýn, stórt eldfjall.   

Að vísu er Hlöðufell hér syðra móbergsstapi eins og Herðubreið, og í nábýli við Skjaldbreið, en fær aðeins fjögur orð í ljóðinu um Skjaldbreið; "...og litlu sunnar Hlöðufell..." 

Þráinsskjöldur og Heiðin há eru dyngjur á Reykjanesskaga en náðu ekki sama ægiþroska og Skjaldbreiður, Trölladyngja og Kollóttadyngja. 

Þessar þrjár dyngjur njóta þess að hafa fengið nægt rými inn á milli annarra fjalla til þess að þroskast til hins ítrasta. 

Því miður myndi hugsanleg dyngja utan í Fagradalsfjalli ekki njóta slíks. En ef hún myndast á annað borð yrði það smá sárabót fyrir skemmdir vegna hraunstrauma að fá að fylgjast með sköpun svona náttúrudjásns. 

Skemmdir á gróðurlendi verða héðan af ekki miklar miðað við þá eyðingu gróðurs og jarðvegs sem búfjárbeit hefur valdið. 

Í laginu "Kóróna landsins" eru margs konar náttúrufyrirbæri nefnd, en það fyrsta er:...

 

Allvíða leynast á Fróni þau firn, 

sem finnast ekki´í öörum löndum: 

Einstæðar dyngjur og gígar og gjár

með glampandi eldanna bröndum.

Við vitum ekki´enn að við eigum í raun 

auðlind í hraunum og söndum, 

sléttum og vinjum og urðum og ám

og afskekktum sæbröttum ströndum..."


mbl.is Tók 30-100 ár fyrir Skjaldbreið að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hugsanlega hefði dyngjan sem var að myndast suð-austur af Fagradalsfjalli náð saman við Trölladyngju hefðu jarðýtur gert skarð í hindranir nógu snemma til að hraunstraumurinn færi í austur. Vangaveltur þegar "jarðýtufræðingar" vilja veðja á vélaraflið og breyta farvegi hraunstraumsins.

Heyrði ekki betur en að athugsemdir þín um að flest slys á rafhjólum stöfuðu af ölvuðum ökumönnum rataði í Spegill kvöldsins. Speglamenn hafa það nú eftir fræðingum í vegagerð að best væri að banna stjórnlaus rafhjól á föstudögum og laugardögum. Rafskútur sem fara stjórnlaust á milli öldurhúsa. Þá yrðu færri slys vegna ölvunar ökumanna? Má ég frekar biðja um einn ískaldan Ronaldo með hreint borð, halda uppi góðum íþróttaranda. Gatnagerðarmenn voru á sínum tíma fegnir í það að kenna ökumönnum að gæta varúðar, minnka hraða í íbúðahverfum með steinahækkunum við gangstíga.

Í Ameríku þar sem hlutirnir gerðust hratt var lögregla á mótorhjólum látin sekta og grípa hraðabrjóta. Herlögreglan gætti þess að ökumenn á vellinum stoppuðu við Stans merki. Af þessu lærðu Suðurnesjamenn.

Nú á lögreglan í Grindavík að undirbúa verndun ljósleiðara með steinull að Norðan þegar sú "kollótta" finnur sér farveg út að sjó. Ágætur spegill það með stálplötum. Sammála, stórar Dyngjur eru fallegar og rismiklar.

Sigurður Antonsson, 21.6.2021 kl. 19:45

2 Smámynd: Hörður Þormar

Hræddur er ég um að eitthvað myndi undan láta ef  dyngja á stærð við Skjaldbreið "settist upp" á Fagradalsfjall.

Myndi ekki Reykjanesskagi hreinlega sökkva í sæ?

Hörður Þormar, 21.6.2021 kl. 20:19

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Heill skáldinu

Halldór Jónsson, 22.6.2021 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband