24.9.2021 | 14:08
Þjóðin vill persónukjör, beint lýðræði. Loksins skoðanakönnun.
Þess er ekki að minnast að mikið hafi verið spurt í skoðanakönnunum um afstöðu kjósenda til persónukjörs, beins lýðræðis í kjörklefunum.
En nú kemur í ljós í skoðanakönnun að þjóðin vill þetta.
En alþingismenn hafa ekki viljað það, af því að þá skapast óvissa fyrir meirihluta þeirra, sem hentar best að geta setið rólegir með ölglasið á kosninganótt og verið "í öruggu sæti.".
Andmælendur telja þeitta of glannalegt og varasamt. Samt hefur þetta reynst vel í þeim löndum, þar sem það hefur verið reynt.
Kosninganótt líklega spennandi langt fram á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Þórhallsson, 24.9.2021 kl. 14:36
Jón Þórhallsson.
Eitt sinn flykkstust Þjóðverjar um leiðtoga sem var með "Bestu Stefnuna" inn í framtíðina.
Allir vita hvernig fór.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 15:34
Það eru aðrir tímar í dag.
Þetta KOSNINGAKERFI hefur virkað vel í frakklandi
og það er enginn nazismi þar.
Tökum sem dæmi ef að forseti ASÍ myndi bjóða sig fram til forseta íslands;
= Viðkomandi myndi þá leggja sig allan fram um að
JAFNA OG BÆTA KJÖR fólksins í landinu;
er það ekki?
Jón Þórhallsson, 24.9.2021 kl. 17:03
Ef vilji hefði verið fyrir hendi þá hefði verið hægt að hafa allsherjar skoðanakönnun um ýmis efni, t.d. um stjórnarskrármálið, fiskveiðistefnuna o.fl., jafnframt kosningunum.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.