28.9.2021 | 10:47
Fordæmi bæði hér á landi og erlendis fyrir því að ógilda ekki kosningar.
Fordæmi eru fyrir því bæði hér á landi og erlendis, að enda þótt misfellur finnist í framkvæmd kosninga leiði það ekki til ógildingar úrslitanna.
Það gerðist í Þýskalandi þar sem stjórnlagadómstóll dæmdi yfirvöld til að að bæta úr ágöllum á framkvæmd fleiri en einna kosninga, og yrði úrbótframkvæmd innan ákveðins tíma, en úrslitin í kosningum skyldu þó standa, enda hefðu ágallarnir ekki haft áhrif á úrslit kosninganna og þar að auki engin leið að ógilda kosningar langt aftur í tímann.
Áberandi er mismunurinn á þessum úrskurði og úrskurði Hæstaréttar hér á landi í stjórnlagaþingkosningunum 2010, þar sem krossviður átti að vera í kjörkössum en ekki plast, og það þótt gallli að kjósendur gætu verið með sjónlínu á kjörseðla annarra kjósenda, en þó ekki séð nákvæmlega hvernig hin flókna atkvæði var greitt.
Þar á ofan var það talinn galli að hinir rúmlega 500 frambjóðendur gætu ekki haft fulltrúa til að fylgjast með talningu. Sem sagt: galli að geta ekki fylgst með þar en geta samt fylgst með á öðrum stað! Minnst var á það í umræðu í Kastljósi í gærkvöldi hvílíkur endemis fyrirbæri þessi úrskurður Hæstaréttar var.
Hér á landi hefur það einu sinni gerst að nokkrir tugir atkvæði voru greidd á röngu svæði við kjördæmamörk. Í ljós kom við útreikning að þessi atkvæði hefðu ekki, hvernig sem þau hefðu fallið, getað breytt heildarúrslitunum og var því kosningin látin standa, en bætt úr í næstu kosningum varðandi kjördmamörkin.
![]() |
Alþingi ógildir kosningu, ekki lögreglan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.