6.10.2021 | 17:14
Einn maður, ein hugmynd, eitt verðmætasta fyrirtæki íslenskrar sögu.
Latibær eða Lazytown var upphaflega ein hugnynd hjá einum manni, sem óx og dafnaði upp í það að verða verðmætasta vörumerki Íslands.
Hugmyndin gekk ekki út á það að framleiða hráefni eða varning, sem mældur væri í tonnum og það framleiddi heldur ekki orku eða söluvörur, sem gáfu af sér orkugjafa.
Nei, allt og sumt sem þurfti var frjótt hugvit og líkamlegt atgervi framleiðandans, Magnúsar Schevings.
Enn í dag eimir eftir af þeim hugsunarhætti að þeir sem starfa við listir eða svonefndar skapandi greinar séu afætur á þjóðfélaginu.
Þegar slíkt fólk er spurt hvað það hafi fyrir stafni og svarar því skilmerkilega, kemur ótrúlega oft önnur önnur spurning í kjölfarið, næsta dæmigerð: Já, einmitt það, en við hvað vinnurðu?
Réttindin flutt út og Latabæ slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.