Best að taka á á kvöldin?

Í gagnum tíðina um margra áratuga skeið hafa verið reyndir alls konar tíma dagsins til þess að taka þær 50 mínútna löngu æfingar, sem síðuhafi hefur notað til að viðhalda bærilegu líkamlegu formi og þyngd.

Aldrei var þetta þó gert á morgnana, og aðeins í um áratug í hádeginu í formi innanhússfótbolta. 

Hádegisspriklið gafst ekki vel til lengdar.

Það fer áreiðanlega mikið eftir misjöfnum aðstæðum hjá iðkendunum hvaða form er best. 

Iðkandinn í þessu dæmi hefur alla ævi verið með mun minni blóðþrýsting og hægan púls en fólk hefur að meðaltali, sem virðist hafa verið orsök þess, að syfju- og þreytu einkenni síðdegis sem fylgir slíku líkamasástandi, urðu verri en ella. 

Með árunum hefur tíminn fyrir æfingartímann færst æ meira yfir á kvöldin, minnst tveimur tímum eftir kvöldmáltíð.

Eftir hina stífu æfingu, sem krefjst að hluta til fyllstu áreynslu á viðbragð, snerpu, hraða, kraft og úthald er alveg einstaklega gott að detta á koddann og sofna strax þegar þreytan líður burtu. 

 


mbl.is Byrjaði að lyfta og hætti á svefnlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband