Hefði þá verið betra að sleppa hitaveitunum á sínum tíma?

Allar götur síðan Sigríður Á. Andersen fór að láta til sín taka sem talsmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum fyrir fimm til sex árum hefur hún lagt ofuráherslu á að reikna niður orkuskipti í samgönguflotanum og reikna ávinning Kolviðar og endurheimt votlendis upp, og það svo hressilega, að ávinnngur orkuskiptanna væri aðeins brot af því sem hinar aðgerðirna gefa.  

Þegar viðfangsefnið í heild er skoðað í ljósi sögunnar kemur í ljós að við Íslendingar höfum áður farið í gegnum orkuskipti á stóru sviði, sem á þeim tíma fólst að skipta út notkun á kolum og olíu til húsahitanum og taka í staðinn upp notkun jarðhitavatns.  

Þessi orkuskipti kostuðu mikið fé til borana og leitar að nýtanlegum jarðhita og mikilla "heitaveituframkvæmda" í formi dýrra dreifikerfa heim i hvert hús. 

Íslendingar hafa alla tíð verið stoltir yfir þessari byltingu sem fól meðal annars í sér mikinn gjaldeyrissparnað vegna olíu- og kolakaupa og flutninga á olíu og kolum til landsins. 

Að ekki sé talað um það að losna við þá loftmengun sem fylgdi notkun jarðefnaeldsneytisins.

Ef orkuskiptin framundan núna eru tuttugu sinnum óhagkvæmari en aðgerðir í skógrækt og endurheimt votlendis eins og Sigríður Á, Andersen heldur fram, væri fróðlegt að vita hvort útskiptin á jarðefnaeldsneyti yfir í heitt vatn á síðustu öld hafi verið stórfelld mistök. 

Raunar eru margir sem "taka Andersen" á notkun bensín- og dísilbíla ef marka má auglýsingar sem bjóða upp á kolefnisjöfnun við bensíndæluna, sem seljandinn muni sjá um hjá Kolviði. 

Raunar var það svo, að þegar Sigríður setti kenningu sína fyrst fram her um árið voru þau firn, sem í henni voru og eru enn, léttvæg fundin. 

 


mbl.is Segir ríkið geta sparað milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það þurfti nú á sínum tíma alheims olíukreppu til að fá íslendinga til að huga að hitaveitulögnum

Grímur Kjartansson, 13.12.2021 kl. 08:31

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eg held að hitaveitu innleiðingin hafi einungis verið innleidd vegna hagkvæmni framkvæmdarinnar, að kynda upp húsin ódýrara,með engri fyrirhófn við að halda uppi eldi allann sólahringinn i kolakyndara. A þeim tima var ekki nægt framboð á rafmagni til húskyndinga. Upp úr stríði jukust húsbyggingar einkum i átt að hitaveituholunum sem gerði hitaveitulagnir  ódyrari i ny hverfi , Nu veit eg ekki hvort húseigendur fengu afslátt a að taka inn hitaveituna, held samt ekki. Þessi orkuskipti endast i marga tugi ára án endurnýjunar kerfis.

Ríkissjóður greiðir stórar upphæðir með nýorkubílum sem endast kanski i tiu ár, eftir sem árin liða mun skóræktin gefa af sér verðmætar afurðir, liklega mun  meiri kolefnisbyndingu en nýorkubillinn sparaði, væri gröðursetttré fyrirsömu upphæð

Nuna er verið að henda milljörðum i að minnka orkuna i eldsneytinu með iblöndunarefnum, sem valda tjóni a eldsneytiskerfi ökutækja og aukinni eyðslu, í stað þess að setja sama fjármagn i skógrækt

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.12.2021 kl. 09:06

3 identicon

Varla ertu að leggja hitaveituna að jöfnu við stuðning ríkisins við innflutning á olíu úr matjurtum til brennslu í bílvélum? Auðvitað á ríkissjóður Íslands ekki að styrkja innflutning á lífeldsneyti sem hefur slæm áhrif á náttúruna og framboð matvæla í fátækari ríkjum heimsins.

Ef rafbílar eru besta tæknilausnin koma þeir hvort sem íslenska ríkið leggur nokkra milljarða á ári í styrki til innflutnings þeirra eður ei. Það mun kannski muna nokkrum árum hvenær þeir verða ráðandi hér en ég sé enga sérstaka ástæðu til að blanda íslenskum skattgreiðendum í það mál.

Hér eru fjórir kostir í loftslagsmálum. Tveir eru mjög dýrir en annar þeirra (rafbílar) verður vonandi hagkvæmur innan tíðar hvort sem íslenska ríkið leggur honum til milljarða á ári.

Sigríður Á. Andersen (IP-tala skráð) 13.12.2021 kl. 10:40

4 identicon

Tek undir með Sigríði. Það er augljóslega ómálefnalegt að jafna þessu tvennu saman. Þessi ofuráhersla á loftslagsmál í stjórnarsáttmálanum (ásamt fleiri gæluverkefnum vinstrimanna) sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er í rauninni orðinn útibú í VG. Þú getur allavega huggað þig við það, Ómar, þó þú virðist ósáttur við að ekki sé enn stærra skref tekið í átt að frekari sovétvæðingu landsins en orðið er.

Matthias (IP-tala skráð) 13.12.2021 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband