Þarf mikið óveðursbál til að jafnast á við fárviðrið í febrúar 1991.

Fárviðrið mikla 3. febrúar 1991 verður lengi í minnum haft, stundum kennt við götuna Engihjalla í Kópavogi þar sem bílar fuku og skemmdust við íbúðablokk þar. 

Mestur vindur varð 93 hnútar, ef rétt er munað, þennan dag stóð yfir mikil barátta þeirra flugvélaeigenda sem áttu vélar standandi úti á Reykjavíkurflugvelli. 

Það gefur hugmynd um veðurofsann, að það er skilgreint sem fárviðri ef vindur fer í 62 hnúta.


mbl.is Fordæmalausar skemmdir í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vindurinn fór reyndar í 89 hnúta á Reykjanesvita fyrir einhverjum tveim vikum eða svo. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.2.2022 kl. 21:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef mig misminnir ekki var þetta 1981. Man það svo vel, að ég held, því þakið fauk af húsinu sem ég bjó í við Álfhólsveg. Við hýrðumst inni á gluggalausu baðherbergi meða mestu lætin gengu yfir. Jú, held ég geti fullyrt að öetta gerðist 1981.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.2.2022 kl. 23:22

3 identicon

Eitthvert óveður finnst mér tengjast "Flóabardaga" 1991?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.2.2022 kl. 00:03

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það kom mikið óveður um svipað leyti vetrar 1981. Þá vorum við Jón að keppa í HM í ralli í Svíþjóð og misstum af því að mestu. Hins vegar er veðrið 1991 í fersku  minni hvað snertir vindhraðann og bardagann við að koma í veg fyrir að flugvélar eyðilegðust á Reykjavíkurflugvelli. 

Ómar Ragnarsson, 18.2.2022 kl. 13:31

5 identicon

Engihjallaveðrið varð 16.-17. febrúar 1981. Þarf ekki að gúggla lengi til að finna það.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2022 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband