Og þarf svarið endilega að vera: 3000 viðbótar megavött í nýjum virkjunum?

Það er lærdómsríkt að sjá muninn á orkustefnunni, sem nú er boðuð hér á landi eins og trúboð vegna sveiflna í vatnsbúskap landins og loftslagsvár og síðan forgangaröðun þjóða á borð við Bandaríkin og Noreg. 

Bandaríkin eiga langstærsta orkubúnt Ameríku í gufuafli og vatnsafli Yellowstoneþjóðgarðsins, og óvirkjuðu vatnsafli Coloradoflljóts. En þeir hafa síðan fyrir hálfri öld forgangsraðað sínum málum eftir gagngerar rökræður, að Yellowstone og Miklagljúfur / Marmaragljúfur séu "heilög vé, sem aldrei verði snert." 

2002 lauk miklum deilum um vatnsafl í Noregi með þeirri yfirlýsingu Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra, að "tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn." Þar munar mest um tröllauknar fyrirætlanir þeirra um að virkja allt hið gífurlega vatnsafl norska hálendisins á svipaðaðn hátt og hér var gert með Kárahnjúkavirkjun. 

Í gær mátti heyra bæði forsætisráðherra og umhverfisráðherra Íslands hampa fyrirætlunuum um að setja virkjanir upp á meira 3000 megavött í forgang fram yfir það sem ættu að vera hin "heilögu vé" Íslands, náttúruverðmæti, sem eiga sér engan sinn líka í víðri veröld vegna samspils elds og íss. 

Bandaríkjamenn kaupa raforku af okkur til þess að geta varðveitt sín heilögu vé, þannig að við erum að hjálpa þeim til þeirrar varðveislu með því að fórna mun meiri náttúruverðmætum á Íslandi.

 


mbl.is Eitt erfiðasta vatnsárið í sögu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru bandaríkjamenn að kaupa orku af okkur ??

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2022 kl. 17:02

2 identicon

Noregur er olíuríki.

Bandaríkin eru olíuríki.

Er Ísland það?  Ekki svo vitað sé.

Vatnsaflsvirkjanir eru eina vitið hér.

Vindmyllurnar eru hins vegar helvíti á jörð.  Vindmyllurnar í Norður-Noregi eru víti til varnaðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.3.2022 kl. 18:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alcoa er bandarískt stórfyrirtæki, sem kaupir af okkur alla uppsetta raforku Kárahnjúkavirkjunar, 690 uppsett megavött, og nýtur séstarakra samningsbundinna tekjuskattsfríðinda þrátt fyrir tuga milljarða árlegra tekna, sem renna allar úr landi.  

Ómar Ragnarsson, 10.3.2022 kl. 18:49

4 identicon

Í grunninn er ég algjörlega ammála þér, Ómar, að sukkið í kringum Kárahnjúkavirkjun, Alcoa og innlenda leppa þeirra er ömurlegt.  Eva Joly benti einnig á þetta, á sínum tíma. Það náði hljómgrunni jafn lengi og gullfiskaminni Íslendinga nær.

En hóflegar vatnsafls virkjanir eru miklu skárri í íslenskri náttúru en vindmyllu garða hryllingurinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.3.2022 kl. 19:20

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir með Símoni..

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2022 kl. 01:37

6 identicon

Þú vilt semsagt hætta við þessi orkuskipti rétt eins og einfeldingurinn sem kom fram í RÚV um daginn. Eða hvað annað sérðu í stöðunni til að þau geti orðið?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.3.2022 kl. 09:19

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Byrjunin hlýtur að felast í því að stöðva þá einhliða sókn stóriðjunnar eftir orku sem gleypir núna meira en 80 prósent af raforku landsins. Þótt ekki væri nema einn tíundi hluti þessarar stóriðjuorku myndi það nægja til þess að rafvæða allan bílaflotann.  

Tölurnar, sem sumir eru að birta um orkuþörfina eru að minnsta kosti fjórum sinnum hærri en þær réttu. 

Reiknisdæmið er nefnilega afar einfalt.

Meðalakstur bíls á Íslandi er innan við 15 þúsund kílómetrar á ári og hver rafbíll eyðir að meðaltali innan við 20 kwst á hverja ekna 100 kílómetra. 

Heildareyðsla 200 þúsund bíla yrði varla meira en svaraði til 150 megavatta uppsettu afli. 

Að tala eins og að eftir fá ár verði þar til flugvélar Icelandair og Play fljúgi fyrir rafmagn er fráleitt. 

Eðlisfræðilega hentar rafafl afar illa fyrir flug vegna þess að rafhlöðurnar eru svo mörgum sinnum þyngri en þotueldsneyti, og rafhlöðurnar léttast ekkert við það að því sé eytt í fluginu, en það gerir þotueldsneytið. 

Ómar Ragnarsson, 11.3.2022 kl. 13:03

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Óháð orkuþörfinni og jafnvel í nafni náttúruverndar þarf þá ekki að virkja Dettifoss og bjarga honum frá því að grafa sig niður?

Geir Ágústsson, 11.3.2022 kl. 13:49

9 identicon

Rafbílavæðingin er ekkert sérstaklega skynsamleg, bæði vegna þyngdar þeirra og hversu illa þeir henta almennri notkun bíleigenda.  Auk þess eru rafbílar alltof dýrir fyrir meðal Jón og Gunnu og fjölskyldu.  Um leið og 15% markinu er náð, og vsk frádrættinum lýkur, þá mun áhugi 85% verða lítill sem enginn. Stofnkostnaðurinn verður þá ofureinfaldlega alltof mikill.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.3.2022 kl. 14:20

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er hægt að bíða svolítið spenntur eftir Dacia Spring, ef verðið á honum nýjum verður milljón lægra en á núverandi ódýrasta bílnum.  

Þeir hjá Dacia hafa þegar náð miklum árangri með því að minnka þann kostnað, sem gefur minnst í raun, svo sem mikið vélarafl. 

Fyrir dagleg not rafbíls er ekki bein þörf fyrir þau meira en 100 hestöfl sem eru í nær öllum rafbílum. Sjálfur á ég rafbíl, sem er aðeins með 20 hestöfl til umráða en skilar sér samt á 80 plús upp Ártúnsbrekkuna og heldur meira en 90 km hraða utan þéttbýlis. 

Rafhreyfillinn hefur nefnilega þann kost að skila öllu toginu (torque) frá lægsta snúninig upp til hins hæsta. 

Þess vegna þurfa rafknúnir bílar ekki neinn gírkassa; einn gír nægir. 

Frá eldsneytisvél kemur togið hins vegar ekki fyrr en á efsta hluta snúningsins.

Rafhreyfill Dacia Spring verður aðeins 44 hestöfl. Fyrir bragðið verður akstur slíks bils sjálfkrafa að sparakstri og því hægt að komast af með minni rafhlöðu en ella, sem samt skilar á þriðja hundrað kílóa drægni.  

Dacia Spring er með rafhlöðuna undir aftursætinu, en ekkert undir gólfinu. 

Það þýðir betri rýmisnýtingu á bíl, sem samt er minni um sig en Yaris og um 200 kílóum léttari en sambærilegir bílar.  

Ómar Ragnarsson, 11.3.2022 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband