"Engar takmarkanir", eða þannig.

Fyrir þann sem er í aðstöðu til að fylgjast nokkuð náið með þeim þjóðfélagshópi, sem pestin herjar mest á, er ansi fróðlegt að skoða þau áhrif, sem faraldurinn hefur á það fólk. 

Búið er að aflétta ðllum sóttvarnartakmörkunum af djamminu og öðru hliðstæðu, sem nauðsynlegt þykir að sé í fullum og eðlilegum gangi, en minna hefur kannski verið skoðað eðli þeirra atriða sem mest áhrif hafa á elstu aldurshópana og þá sem hafa svonefnda undirliggjandi sjúkdóma eða veikleika. 

 

Engar sundurliðaðar tölur eru um þessa undirliggjandi sjúkdóma, en nóg vita þó þeir, sem eru í sambandi við þessa bloggsíðu, til þess að geta sagt að þúsundir fólks, hefur fengið lungnabólgu, misjafnlega skæða, en þó í nógum stórum stíl til þess að bíða þess aldrei bætur. 

"Engar takmarkanir eru í gangi er" orðalag, sem hefur misjafna merkingu fyrir þetta fólk. 

Því fólki virðist fjölga stöðugt, sem myndi, ef allt væri með felldu, vera komið á spítala, en æ meira hallar í þá átt að "engar takmarkanir"  virðist vera á því, hve margt það geti orðið. 

Þetta síðasta er raunar umhugsunarvert. Engin takmörk fyrir því hvað biðröðin eftir spítalaplássi verði löng?  


mbl.is Engin laus pláss en hægt að búa til rými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband