18.6.2022 | 14:28
Vestfirðir afgangsstærð í samgöngum frá upphafi.
Það er fróðlegt að skoða kort af Íslandi frá 1944. Einn landshluti sker sig þá úr: Vestfirðir.
Engir vegir. Hægt að þvælast vestur í Króksfjarðarnes með því að sæta sjávarföllum í Gilsfirði.
Einn vegarspotti yfir Gemlufallsheiði og annar milli Patreksfjarðar og Rauðasands.
Þar með upptalið.
Engir flugvellir.
1960 þarf enn að sigla milli Bíldudals og Hrafnseyrar og skrönglast yfir Þingmannaheiði. Enn lent á sjóflugvélum á fjörðunum.
Enn í dag eru Vestfirðir eini landshlutinn með engan alþjóðaflugvöll, og þegar eini flugvöllurinn með aðflugsmöguleika í myrkri var lagður niður, Patreksfjarðarflugvöllur, var eytt í það stórfé að eyðileggja hann svo gersamlega að útilokað væri hafa hann á skrá.
Í sjötíu ár þurfti að notast við Hrafnseyrarheiði, sem var lokuð hálft árið vegna snjóa.
Nú standa menn frammi fyrir því að gamalt og úrelt skip bilar æ ofan í æ í siglingum yfir Breiðafjörð.
Þótt styttist í að vegur um norðurströnd Breiðafjarðar vestur á Barðaströnd verði bundinn slitlagi breytir það litlu, því að áfram eins og hingað til verður Klettsháls helsti farartálminn á þeirri leið.
Algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt.
Hef margoft farið þarna um í seinni tíð.
Það er, einmitt, Klettshálsinn sem verður áfram helsti farartálminn. Nema ... boruð verði tvenn örstutt göng (u.þ.b. 2 km. og 2,5 km.) með millilendingu fyrir botni Kvígindisfjarðar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.6.2022 kl. 20:01
Auðvitað ætti að gera göng undir Klettsháls, en þau yrðu ca 4 km að lengd.
Ég er búinn að marg rýna í myndirnar á map.is og mér sýnist að það sé alveg nothæft flugvallarstæði við botn Önundarfjarðar sunnanveðan. Hann gæti - ef svo reyndist - leyst af þennan vandræðaflugvöll við Skutulsfjörð.
Þórhallur Pálsson, 18.6.2022 kl. 22:25
Þórhallur, tvenn stutt göng dygðu (2 km. og 2,5 km). Miðað við að millilenda fyrir botni Kvígindisfjarðar. Undirlendið við botninn er svo um 2 km á breidd.
Leiðin þar um -í heild- væri því um 6,5 km.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.6.2022 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.